Vinir Dóra Jólablúsgjörningur föstudaginn 21. Desember kl. 21 á Rúbín
Vinirnir eru: Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Jón Ólafsson bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi
Óvæntir leynigestir ganga úr björgum.
Rúbín er með veitingar, mat og drykk. Rúbín taka líka frá borð fyrir matargesti og bjóða uppá kabarettdisk sem þarf að panta. Flugvallarvegi 101 Reykjavík. Sími: 578 5300.
Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.
Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri
Gengið inn í björgin við hliðina á Keiluhöllinni. Húsið opnar kl. 19
Vinir Dóra hafa verið í fararbroddi blúsgjörninga frá því þeir hituðu upp fyrir John Mayall árið 1989 og hafa haldið hundruð tónleika, boðið upp á blús eins og hann gerist bestur. Guðmundur Pétursson er einn besti gítarleikari á Íslandi og það er hrein unun að heyra hann í því sem hann er bestur; að spila blús með Vinunum. Vinir Dóra hljóðrituðu disk með blúsgoðsögninni Pinetop Perkins 1993, en hann fékk í fyrra Grammy verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar, „Lifetime Achievement Award“. Pinetop er guðfaðir Vina Dóra í blúsnum.
Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri
Gengið inn í björgin við hliðina á Keiluhöllinni. Húsið opnar kl. 19




Ásgeir Óskarsson trommuleikari var valinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2009. Þetta var tilkynnt við opnun Blúshátíðar í Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica. Með viðurkenningunni frá Blúsfélaginu fylgdi forláta Gretch trommusett af bestu gerð í þakklætisvott fyrir framlag til blústónlistarinnar. Ásgeir hefur spilað með flestum stærstu hljómsveitum og tónlistarmönnum Íslands, meðal annars Rifsberja, Icecross, Pelican, Eik, Póker, Þursunum, Stuðmönnum, Vinum Dóra og KK Hann hefur unnið að um 300 plötum og gefið þrjár plötur út sjálfur, Veröld smá og stór, Áfram og Sól .
