Þriggja daga tónlistarveisla í Salnum Kópavogi: Jazz- og Blúshátíð Kópavogs

Þriggja daga tónlistarveisla í Salnum Kópavogi: Jazz- og Blúshátíð Kópavogs
Miðasala http://midi.is/tonleikar/1/7782/

Bjössi hefur gert það gott víða um lönd það sem af er árinu, fyllt  hvern tónleikasalinn af öðrum, ýmist með einleikstónleikum eða Gítarthátíðum, en Gítarhátíð Bjössa Thor er nú orðinn vinsæl útflutningsvara og fjöldi þeirra framundan bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Miðasala http://midi.is/tonleikar/1/7782/

3. október (fimmtudagur):
Bjössi og Bítlarnir

Útgáfutónleikar þar sem Bjössi spilar einn og óstuddur bítlalög á sinn magnaða hátt. Þeir sem sáu Bjössa í Salnum í vor og á Blúshátíð í Reykjavík um páskana, upplifðu galdur og Bjössi lofar sömu töfrunum á þessum tónleikum.
Bjössi Thor: http://www.youtube.com/watch?v=2CM6m9OWemg&feature=youtu.be

4. október (föstudagur)
Gítarhátíð Bjössa Thor

Tónlistarunnendur bíða ávallt spenntir eftur Gítarhátíð Bjössa Thor sem er árlegur viðburði í tónlistarlífi Íslendinga. Í ár verður kassagítarinn í  aðalhluterki, en auk Bjössa koma fram kanadíski blúsgítarleikarinn Tim Butler bandaríski snillingurinn Trevor Gordon Hall sem lætur gítarinn hljóma eins og heila hljómsveit og hinnfingrafimi Craig D’Andrea.
Tim Butler: http://www.youtube.com/watch?v=4KUvBxJu4rY
Trevor Gordon Hall: http://www.youtube.com/watch?v=Lo9kGHYn_bI

Craig D’Andrea: http://www.youtube.com/watch?v=YrGOrQeQEfg
5. október (laugardagur)

Blús: Kanada vs. Kópavogur

Blústríó Tim Butler byrjar kvöldið með standara eftir Johnny Winther, Jimi Hendrix og fleiri. Þegar líður á kvöldið munu stíga á svið blúsarar sem tengjast Kópavogi á einn eða annan hátt. Þar má nefna á Tryggva Hubner, Kristján Hreinsson, Óskar Björn Bjarnason, Björgvin Birki Björgvinsson, Ólaf Þór Kristjánsson, Dag Sigurðsson og Rannveigu Ásgeirsdóttur.

Verð miða:

Hátíðarmiði, gildir á alla tónleikana þrjá: 6.000 krónur

Bjössi og Bítlarnir: 2.500 krónur

Gítarhátíð Bjössa Thor: 3.500 krónur

Blús: Kanada vs. Kópavogur: 3.500 krónur

 

 

Comments are closed.