Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld).
Miðasala á www.midi.is og við dyrnar
Þriðjudag 15. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Blúskompaní, þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson ásamt KK trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár Magnús og Pálmi hafa leitt Blúskompaníið hátt í 40 ár og verða sífellt betri.
Tregasveitin með feðgunum Pétri Tyrfingssyni og Guðmundi Péturssyni í fararbroddi með splunkunýtt efni. Lucy in Blue var valið blúsaðasta bandið á Músiktilraunum
Miðvikudag 16. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Victor Wainwright og félagar.
Victor er sjóðheitur, margverðlaunaður tónlistarmaður og ein skærasta stjarnan í blúsheiminum um þessar mundir. Hann hrærir boogie woogie og rokk saman við hefðbundin blús og rám röddin er engu lík. Victor Wainwright var sæmdur hinum virtu verðlaunum “Pinetop Perkins Piano Player of the Year” á síðasta ári. Hann mætir á Blúshátíð með gítarleikara sinn Nick Black.Á tónleikunum kemur einnig fram Á tónleikunum kemur einnig fram Blússveit Jonna Ólafs, Spottarnir Eggert Jóhannson ,Johnny and the Rest,ásamt úrvali efnilegra ungliða blúsmanna frá Íslandi.
“Blues Music Award winner and piano playing virtuoso Victor Wainwright. He is a raucous high-octane, dynamic performer, who plays every show like it’s his last, and has soul to spare. “
Fimmtudag 17. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Egill Ólafsson og gamlir félagar Tómas M. Tómasson, Ásgeir Óskarsson og fleiri koma á óvart,
Vinir Dóra 25 ára afmælistónleikar. Þessir þungavigtarmenn í íslenskir blússögu verða í sparifötunum og spila alla sína bestu blúsa ásamt blúsdrottningunni Andreu Gylfadóttur og fleiri góðum gestum. Brynhildur Oddsdóttir kemur einnig fram á tónleikunum auk efnilegra ungra blúsmanna frá Íslandi
Sama miðaverð þriðja árið í röð!
Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir alla stórtónleika og þar getur allt gerst. Stundum varir stuðið langt fram eftir nóttu.
Blúsmiðinn
Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.