Þökkum öllum nær og fjær fyrir komuna á Blúshátíð í Reykjavík 2015. Sjáumst á sama tíma að ári.

Blues2015_facebook
Þökkum öllum nær og fjær fyrir komuna á Blúshátíð í Reykjavík 2015. Þökkum öllum sem lagt hafa okkur lið og styrktaraðilum stuðninginn við að gera þetta að veruleika. Gleðilega Páska !

Hrafnhildur Borgþórsdóttir skrifar
“BLÚSHÁTIÐAR REUNION
Í gærkvöldi var hjartað mitt fullt af ljúfsárum trega þegar ég labbaði út um hringhurðina á Hilton Nordica, endaði þar með Blúshátíð 2015 sem er búin að gefa mér stórkostlega gleði og heilunar gjöf eins og allar hinar í gegnum árin.
Eftir stórtónleikana inn í sal tekur við þessi dásamlegi Blúsklúbbur frammi með öllum sínum stórskemmtilegu gjörningum allra sem langar að spila og syngja enn meiri Blús, og okkur hin sem langar að fylla enn betur á fyrir svefninn og vorið sem bíður handan við hornið.
Hvað mig snertir er Blúsklúbburinn ekki síður yndislegur fyrir þær sakir hvað gaman er að hitta “fólkið mitt” sem ég hitti jafnvel aðeins á Blúshátíð, eða Blúskvöldunum góðu, en þekki samt svo vel í hjarta mér þó undarlegt sé.
Knúsa og skiptast á skoðunum um okkar upplifun, og bara að standa hlið við hlið og hlusta saman sæl með hjartafyllir af Blús, kveðjumst síðan með með bros á vör, góðu knúsi og orðin……. Sjáumst á sama tíma að ári.

Hjartans þakkir til ykkar allra kæru Blúsarar”

Helga Sigthors
“Blúshátíð er ekki eins og venjulegir tónleikar. Gestirnir verða einhvern veginn meiri þátttakendur – með í blúsnum og því verður hátíðin, gestirnir, hljóðfæraleikararnir og stjórnendur hátíðarinnar ein órofin heild. Takk fyrir okkur”

Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborg

blues_logos

Comments are closed.