Sendið tillögur um heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2018 fyrir framlag sitt til blústónlistar .

Sendið tillögur um heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2018 fyrir framlag sitt til blústónlistar á blues@blues.is merkt heiðursfélagi 2018.

Hver verður fyrir valinu ? .

Blúshátíð kemur með vorið. 24 mars kl 14 verður Blúshátíð í Reykjavík 2018 sett með látum, hamingju, bílum, baconi og blús á Skólavörðustígnum Við heiðrum blúsmann/konu og gerum að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur fyrir framlag sitt til blústónlistar leysum heiðursfélaga út með gjöfum og alls konar.skemmtilegu.

Miðasala á aðalsviðið hér: https://midi.is/tonleikar/1/10385/Blushatid_2018

Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn í boði. Tryggðu þér miða.

Magnús Eiríksson var heiðraður 2004 , Björgvin Gíslason 2005 , Andrea Gylfadóttir 2006. Krístján Kristjánsson 2007, Ásgeir Óskarsson 2008, Pinetop Perkins 2009, Deitra Farr 2010, Guðmundur Pétursson 2011, Pétur Tyrfingsson 2012. Halldór Bragason 2013. Jón Ólafsson 2014. Sigurður Sigurðsson 2015. Chicago Beau Lincoln T Beauchamp Jr. 2016, Birgir Baldursson 2017.

17862333_10155183513662905_8893258107641390957_nBirgir Baldursson, heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2017, var heltekinn af trommuleik strax fjögurra ára gamall og og hefur slegið taktinn síðan. Fyrst urðu húsgögnin á heimili hans fyrir barðinu á honum, einnig lampar og ljós, en fljótlega fékk hann trommur og fór að spila með skólahljómsveit Kópavogs 10 ára gamall. Hann hefur spilað með hjómsveitum á borð við S.H. Draumum, Bless, Sálinni Hans Jóns míns, Mannakornum, Kombóinu, Blúsmönnum Andreu, Unun, Dr. Gunna, Blue Ice Band mörgum fleirum. Hann hefur leikið inná tugi hljómplatna, unnið við kvikmyndatónlist, í leikhúsum og við söngleiki, svo eitthvað sé nefnd. Birgir hefur verið einn af merkisberum blústónlistarinnar hérlendis undanfarin ár .

logosupa

 

Comments are closed.