Róbert Þórhallsson er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2019

Róbert Þórhallsson er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2019

Bassaleikarinn Róbert Þórhallsson var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í dag, laugardaginn 13. apríl.
Róbert er einn af okkar allra bestu og eftirsóttustu rafbassaleikurum. Hann hefur verið órjúfanlegur hluti íslenska blússamfélagsins um árabil og hefur meðal annars spilað með húsbandinu, Blue Ice Band, á hverri einustu Blúshátíð frá árinu 2006. Þar hefur hann spilað með öllum erlendu stórstjörnunum sem hafa komið fram á hátíðinni og stjórnað samspilinu af smekkvísi og fagmennsku.
Róbert Þórhallsson er sprenglærður tónlistarmaður. Hann byrjaði ungur að blása í trompet í tónlistarskóla Húsavíkur en skipti yfir í bassann 15 ára gamall. Hann brautskráðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 1997. Haustið 1998 hóf Róbert nám í Conservatorium van Amsterdam þar lauk hann kennaranámi og marstesnámi í bassaleik. Hann brautskráðist þaðan vorið 2003 með láði, fyrstur nemanda í Jass- og hryndeild skólans.

Róbert Þórhallsson er verðugur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur.

Comments are closed.