Blúshátíð í Reykjavík 2018 verður sett með blússkrúðgöngu frá Leifsstyttu og niður Skólavörðustíginn kl 14 laugardaginn 24. mars.
Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 24. mars með Blúsdegi í miðborginni þar sem Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga frá Leifsstyttu kl 14 Lúðrasveitin Svanur og bílalest fagna vorinu.
Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2018. Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00 Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á kjúklingavængi og fleira.
Tónleikar á Borgarbókasafni kl. 16.00.
Á Blúshátíð í Reykjavík 2018 verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilviku, á þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld: Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir alla tónleikana og þar gerast undur og stórmerki.
Miðasala er á midi.is hægt er að kaupa á stök kvöld eða Blúsmiða sem gildir á öll kvöldin.Miðasala við innganginn frá kl.19 tónleikadagana en þá opnar húsið.
Stórtónleikar þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00. Laura Chavez og Ina Forsman – Beggi Smári og Nick Jameson – Blúsaðasta band Músíktilrauna.
Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir tónleikana.
Stórtónleikar miðvikudaginn 28. mars kl. 20.00. Larry McCray og The Blue Ice band – Langi Seli og Skuggarnir – Lúðrasveitin Svanur Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir tónleikana.
Stórtónleikar fimmtudaginn, 29. mars, kl. 20.00.Íslenskur blús í hæsta gæðaflokki. LokakvöldÁ skírdagskvöld verður boðið upp á íslenska blúsveislu sem getur ekki klikkað. Fyrir hlé leiðir Tryggvi Hübner hljómsveit þar sem Berglind Björk syngur, Haraldur Þorsteinsson er á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommum og Magnús Jóhann á hljómborð. Flestir þeirra voru í hljómsveitinn EIK og nokkur lög þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar munu heyrast á hátíðinni.
Björgvin Gíslason, Sigurður Sigurðsson, Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Pétursson, Óskar Logi, Stefanía Svavarsdóttir, Halldór Bragason, Róbert Þórhallsson og fleiri og fleiri.
Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir tónleikana.
