Velheppnaðri Blúshátíð í Reykjavík er lokið. Þökkum öllum fyrir komuna

Blúshátíð í Reykjavík lauk á skírdag á Hilton Reykjavík Nordica með
10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík
, :Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Blue Ice Band, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir ,Sigurður “Kentár “SigurðssonBerglind Björk Jónasdóttir, Pétur Tyrfingsson og fleiri fóru gjörsamlega á kostum.  Fólk er sammála um að íslenkur blús hafi aldrei verið betri. Þökkum öllum fyrir komuna og þeim sem lagt hafa okkur lið.

 

24651_4823066699872_395266298_n

vefbordi

Lokakvöld Blúshátíðar á Skírdag ! miðasala midi.is og við dyrnar !

Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík
, :Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir ,Sigurður “Kentár “SigurðssonBerglind Björk Jónasdóttir, Pétur Tyrfingsson og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína.allt það besta í íslenskum blús!

blues_poster_2013_web

Hilton Reykjavík Nordica aðalsviðið miðasala á midi.is og við innganginn frá kl 19

Á vegum Blúshátíðar verða haldnir þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni.

Þriðjudag 26. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica: Lucky og Tamara Peterson. Þessi stórkostlega blúshjón fara létt með að trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Lucky hefur blúsinn í blóðinu og sönginn í hjartanu gaf út sína fyrstu plötu fimm ára gamall og hefur síðan ekki slegið slöku við. Tamara er blússöngkona eins og þær gerast bestar! Þau koma fram með The Blue Ice Band. Á tónleikunum kemur einnig sveitin Skúli Mennski og Þung byrði sem nýverið gáfu út blúsplötu. Beebee and the Bluebirds kynna efni af væntanlegri plötu.

Miðvikudag 27. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica: Guitar Shorty er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy  Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton. Guitar Shorty kemur fram með The Blue Ice Band. Stone Stones og Marel Blues Project hita upp hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins.

Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica 10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík, Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir, Sigurður “Kentár “Sigurðsson, Berglind Björk Jónasdóttir ,Pétur Tyrfings og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína. Allt það besta í íslenskum blús!

Miðasala Midi.is og við dyrnar frá kl 19

blues_poster_2013_web

 

Lucky Peterson og Tamara komin til landsins og munu gera allt vitlaust á opnunarkvöldi Blúshátíðar. Miðasala er á Midi.is og við dyrnar.

HiltonluckyDori

Lucky Peterson og Halldór Bragason  glaðir á Hilton Reykjavík Nordica

Á vegum Blúshátíðar verða haldnir þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni.

Þriðjudag 26. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica: Lucky og Tamara Peterson. Þessi stórkostlega blúshjón fara létt með að trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Lucky hefur blúsinn í blóðinu og sönginn í hjartanu gaf út sína fyrstu plötu fimm ára gamall og hefur síðan ekki slegið slöku við. Tamara er blússöngkona eins og þær gerast bestar! Þau koma fram með The Blue Ice Band. Á tónleikunum kemur einnig sveitin Skúli Mennski og Þung byrði sem nýverið gáfu út blúsplötu. Beebee and the Bluebirds kynna efni af væntanlegri plötu.

Miðvikudag 27. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica: Guitar Shorty er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy  Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton. Guitar Shorty kemur fram með The Blue Ice Band. Stone Stones og Marel Blues Project hita upp hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins.

Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica 10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík, Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir, Sigurður “Kentár “Sigurðsson, Berglind Björk Jónasdóttir og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína. Allt það besta í íslenskum blús!

Miðasala Midi.is og við dyrnar frá kl 19

Blúshátíð í Reykjavík sett. Halldór Bragason gerður að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur

Blúshátíðin í Reykjavík var sett í Hörpu kl. 14 .00 í dag, laugardaginn 23. mars. Við setningu hátíðarinnar var Halldór Bragason gerður að heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur.

Halldór, sem er upphafsmaður Blúshátíðarinnar, hefur unnið ötullega að vexti og viðgangi tónlistarinnar á Íslandi. Hann hefur komið að blúshátíðum víða um land, staðið fyrir námskeiðum og kennt fjölda manns að njót og spila blús. Halldór hefur spilað með mörgum virtustu blústónlistarmönnum samtímans, bæði á Blúshátíð í Reykjavík og erlendis, ýmist einn eða með hljómsveitunum sínum Vinum Dóra og The Blue Ice Band.

Harpablusfelag

 

Við setningu Blúshátíðarinnar steig fjöldi tónlistarmanna á stokk og félagar úr Krúserklúbb Reykjavíkur sýndu eðalvagna á planinu fyrir framan Hörpu.

Á vegum Blúshátíðar verða haldnir þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni.

Þriðjudag 26. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica: Lucky og Tamara Peterson. Þessi stórkostlega blúshjón fara létt með að trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Lucky hefur blúsinn í blóðinu og sönginn í hjartanu gaf út sína fyrstu plötu fimm ára gamall og hefur síðan ekki slegið slöku við. Tamara er blússöngkona eins og þær gerast bestar! Þau koma fram með The Blue Ice Band. Á tónleikunum kemur einnig sveitin Skúli Mennski og Þung byrði sem nýverið gáfu út blúsplötu. Beebee and the Bluebirds kynna efni af væntanlegri plötu.

Miðvikudag 27. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica: Guitar Shorty er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy  Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton. Guitar Shorty kemur fram með The Blue Ice Band. Stone Stones og Marel Blues Project hita upp hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins.

Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica 10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík, Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir, Sigurður “Kentár “Sigurðsson, Berglind Björk Jónasdóttir og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína. Allt það besta í íslenskum blús!

Miðasala Midi.is

Blúshátíð í Reykjavík 2013 dagskrá

blushatid_midi

Blúshátíð í Reykjavík 2013 verður haldin 23. til 28. mars. Aðalgestir hátíðarinnar í ár verða hjónin Lucky og Tamara Peterson og goðsögnin Guitar Shorty.

Lucky Peterson er ein helsta stórstjarna blússins um þessar mundir og Tamara Peterson er einstaklega fær blússöngkona með hjartað á réttum stað. Guitar Shorty er lifandi goðsögn, blúsmaður af gamla skólanum.

Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 23. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14 – 17. Blúsbelgir, Blúshundar, akstur Blúsvagna Krúserklúbbs Reykjavíkur bílasýning www.kruser.is . Blúsgjörningur ársins , tilkynnt um heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2013 og hátíðin sett !!
Allt getur gerst. Tónleikar á Rósenberg um kvöldið. Urmull óvæntra atriða alla hátíðina.
Þrennir stórtónleikar verða 26. 27.& 28. mars á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld, skírdag.

Miðasala Midi.is

Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.

Lucky012

Þriðjudag 26. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Lucky og Tamara Peterson. Þessi stórkostlega blúshjón fara létt með að trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Lucky hefur blúsinn í blóðinu og sönginn í hjartanu gaf út sína fyrstu plötu fimm ára gamall og hefur síðan ekki slegið slöku við. Tamara er blússöngkona eins og þær gerast bestar! Þau koma fram með The Blue Ice Band. Á tónleikunum kemur einnig sveitin Skúli Mennski og Þung byrði sem nýverið gáfu út blúsplötu . Beebee and the Bluebirds kynna efni af væntanlegri plötu.

 

guitar-shorty1Miðvikudagur 27. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Guitar Shorty
er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy
Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton. Guitar Shorty kemur fram með The Blue Ice Band.,

Stone Stones og Marel Blues Project hita upp  hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels  og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins.

 

Blúsbandið Stone Stones var stofnað árið 2009 fyrir Norden Blues Festival sem haldin er árlega á Hvolsvelli, síðan þá hefur margt runnið til sjávar og eru strákarnir orðnir vel að sér í spilamennsku. Stone Stones hafa komið við á hinum og þessum blúshátíðum um landið og Oddablues í Odda, Noregi. Sveitin er með á efniskránni bæði frumsamda blúsa og blúsperlur vestanhafs. Sveitina skipa Hróðmar á gítar og söng, Steinn Daði á trommur, Birgir á bassa og Arnar Kári á gítar. Sveitin hefur ávallt vakið mikla athygli á tónleikum sínum fyrir líflega sviðsframkomu og einlægni í tónum og tali.

Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík
, :Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir ,Sigurður “Kentár “SigurðssonBerglind Björk Jónasdóttir, Pétur Tyrfingsson og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína.allt það besta í íslenskum blús!

Fleiri atriði eiga eftir að bætast við

Blúsmiðinn
Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 23. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14 – 17. Tónleikar á Rósenberg um kvöldið. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana.

Miðasala www.midi.is

 


Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá borð fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2

Sími: 444 5050 – vox@vox.is

http://www.reykjavik.nordica.hilton.com

http://www.vox.is

 

Fleiri atriði eiga eftir að bætast við

Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg

vefbordi

Lucky Peterson & Tamara Peterson ásamt Guitar Shorty á Blúshátíð Reykjavíkur 2013

Blúshátíð Reykjavíkur verður haldin í tíunda sinn í ár. Hér er það sem við höfum skrifað um Lucky Peterson og Guitar Shorty… ekki annað en smella á….

Þriðjudaginn 26. mars munu hjónin Lucky og Tamara Peterson skemmta með kröftugum blús í bland við sól…. og kannski einhverju óvæntu.

http://www.youtube.com/watch?v=tuSERU0r208

Miðvikudaginn 27. mars mun Guitar Shorty sýna listir sínar. Margir blúsmenn eru eins og vískí… verða bara betri með aldrinum.

http://www.youtube.com/watch?v=NzsjP19vCWc

Fimmtudaginn 28. mars verður 10 ára afmælisblústónleikaveisla Blúshátíðar Reykjavíkur

Hittumst heil og glóða skemmtun………

Kynnið ykkur dagskrá Blúshátíðar nánar HÉR.

Kaupið miða…. munið Blúsmiðinn

Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 23. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14 – 17. Tónleikar á Rósenberg um kvöldið. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana.

Miðasala á midi.is hér: www.midi.is

Lucky Peterson 3: You can always turn around!

Við höldum áfram að segja söguna af Lucky Peterson….

Þrátt fyrir meint vandræði um og eftir 2003 lagði Lucky Peterson ekki árar í bát. árið 2004 gaf hann út plötu með föður sínum hjá JSP sem þeir nefndu If You Can‘t Fix IT. Peterson eldri lét gamlan draum rætast og átti sinn eigin blúsferil á síðasta áratug tuttugust aldarinnar og gaf út nokkrar plötur. Nú voru feðgar hér í annað sinn á ferð eftir rúm þrjátíu ár!

http://www.youtube.com/watch?v=0AZBryEO23o

Þrjú ár liðu þar til næsta plata kom út og nú aftur hjá JSP-forlaginu sem hefur greinilega haldið mikilli tryggð við Lucky Peterson. Platan hét Tete a Tete og kom út 2007. Nú var Lucky Peterson einn á ferð. Það er eins og feðgaplatan hafi skilað einhverju. Var það eins konar leit eftir hjálp að búa til hljómplötu með pabba gamla? Eins og allir vita felast gersemar lífsins í ástvinum okkar og umhyggju þeirra. Þegar syrtir í álinn leitum við til þeirra. Músikin tengdi þá feðga saman og kærleikann lifum við fremur en segja frá honum. Þegar fólk vinnur saman að tónlist getur það lifað kærleikann – rétt einsog þegar fjölskyldan fer saman á veiðar eða borðar saman jólamatinn. Lucky Peterson gaf nú út plötu 2009 hjá JSP ásamt eiginkonu sinni Tamara Peterson. Nafnið er krúttlegt…  Darling Forever.

http://www.youtube.com/watch?v=MBMe-sfNk40

Árið 2010 hlýtur Lucky Peterson að hafa náð traustum bata. Það ár gaf hann út tvær plötur og er heiti þeirra líkast til viðeigandi. JSP platan hét Heart of Pain. Heima í Bandaríkjunum hljóðritaði hann fyrir Dreyfus-fyrirtækið sem gefið hafði út Black Midnight Sun og fékk nýja platan heitið You Can Always Turn Around. Þessar plötur eru táknrænar fyrir endurkomu, endurreisn eða jafnvel sáluhjálp. Á köflum er undirtónninn trúarlegur.

You Can Always Turn Around er fantagóð plata. Í senn lágstemmd akústísk músík og kraftmikil. Hljómurinn einkar geðþekkur. Frakkar heiðra tónlistarmenn fyrir góðar plötur með Grand Prix du Disque á hverju ári og fékk Lucky Peterson verðlaun fyrir You Can Always Turn Around. Heima í Ameríku vakti platan líka athygli. Blues Foundation þar í landi stendur fyrir sínu Blues Music Award og var þessi skífa Petersons tilnefnd sem Best Acoustic Blues Album ársins. Francis Dreyfus lést rétt áður en platan kom út og þar með gaf Lucky Peterson ekki út fleiri plötur með þeim undir Dreyfus-merkjum.

Hljómurinn á You Can Always Turn Around nýtur sín ágætlega í blús Willie McTell Statesboro Blues….

Í viðtölum hefur Lucky Peterson talað fallega um konuna sína og þreytist ekki á því að þakka henni fyrir lífsbjörgina. Hann er jafnvígur á nánast alla tónlist. Á You Can Always Turn Around syngur hann Trouble eftir Ray LaMontagne. Í kvæðinu er það einmitt kona sem bjargar manninum. Ég er viðkvæmur fyrir svona söngvum og segja sumir að ég sé væminn!

Árið eftir að þessi frábæra plata You Can Always Turn Around kom út sendi Lucky Peterson frá sér enn eina plötuna hjá JSP-fyrirtækinu og geta menn velt fyrir sér skilaboðunum sem felast í titlinum – Every Second A Fool is Born. Þessi plata er fullkomin andstæða You Can Always Turn Around. Nú er það þungur karftablús með veinandi gítar á fullu blasti.

Nýjasta pródúktið er  Live At The 55 Arts Club Berlin. Blackbird Music gefur út og í pakkanum eru fimm diskar – tveir hljómdiskar og þrír mynddiskar! Þarna má sjá hvernig þau hjón Tamara og Lucky Peterson bera sig að þegar þau skemmta fólki.

Við megum eiga von á á skemmtilegum konsert á Blúshátíð Reykjavíkur! [Framhald]

Lucky Peterson 2: Fljúgandi frami

Áður en lengra er haldið…. Smellið á myndina hér fyrir neðan og sjáið hverju við megum ef til vill eiga von á þegar Tamara og Lucky Peterson stíga á svið á Blúshátíð Reykjavíkur……

51h557AtaPL._SY300_

Heldur nú áfram sögu  vorri…..

Lucky sagði skilið við ferðaband Bobby „Blue“ Bland og settist að í Flórída 1988 og lagði áherslu á sinn eigin sólóferil. Orðsporið fór víða og fljótlega var hann fastur sessjónmaður hjá King Snake Records sem var lítið forlag í Flórída. Hann spilar á hljómborð á plötu Kenny Neal Big News From Baton Rouge! og That Woman is Poison með Rufus Thomas og Harp and Soul með Lazy Lester en allar þessar plötur voru gefnar út hjá Alligator í Chicago.

Þegar Lucky hafði spilað inná þessar plötur taldi blúsmógúllinn Bruce Iglauer að réttast væri að bjóða honum í gripahúsin sín. Alligator gaf út þriðju sólóplötu Lucky Peterson 1989 sem hét Lucky Strikes! Þar spilar Lucky sjálfur að sjálfsögðu á hljómborð en jafnframt gítarsólóin í öllum lögum nema einu.

FSL00772

[Tengill: Lucky Peterson: „Over my head“ af Lucky Strikes!]

Alligator auglýsti auðvitað og þar með náði músík Lucky Peterson athygli útvarpsstöðvanna og músíkblaðamanna um allt land. Billboard og Keyboard luku hann lofi og síðarnefnda blaðið sagði að Lucky Peterson væri „26 ára gamall blúsmeistari“. Platan fékk spilun á næstum 200 útvarpsstöðvum og Lucky Peterson fylgdi henni eftir með hljómleikum vítt og breytt um Ameríku.

Strax árið eftir 1990 gaf Alligator út aðra plötu Triple Play þar sem hann syngur af list, spilar á orgelið og mergjaðan gítar. Eins og skríbentar Alligator segja á netinu: „The material blended straight-ahead blues, Memphis soul and funky grooves that placed Lucky Peterson on the cutting edge of the blues.“

Margir vilja halda því fram að þessar plötur séu þær bestu sem Lucky Peterson hefur sent frá sér. En það er einsog með aðra slíka dóma… við gefum ekki mikið fyrir þá.

[Lucky Peterson árið 1990 í Ástralíu: Little red rooster]

Eftir að hafa starfað fyrir Alligator samdi Lucky Peterson við Verve/Gitanes sem er dótturfyrirtæki plöturisans Polygram Records og gaf út fjórar plötur á sex árum: I‘m Ready (1992), Beyond Cool (1993), Lifetime (1995) og Move (1998).

1338155318_cover

[Tengill: Lucky Peterson 1995 I‘m Ready + Medley]

Lucky spilaði ekki bara blúsinn sinn. Mavis Staples (f. 1939) gaf út plötu til heiðurs gospeldrottningunni Mahaliu Jackson Spirituals & Gospel 1996 og þar spilaði Lucky á rafmagnsorgel og kom fram á tónleikum í Ameríku og Evrópu þegar þeirri plötu var fylgt eftir.

Presentation1

Eins og nærri má geta fylgdu stöðugar hljómleikaferðir allri þessari plötuútgáfu. Þessi ferðalög tóku sinn toll… höfðu áhrif á lífsstílinn, heilsuna og fjölskylduna.

Við aldarlok samdi Lucky Peterson við Blue Thumb Records og gaf þar út tvær plötur – Lucky Peterson 1999 og Double Dealin‘ árið 2001. Sjálfur var hann hundónægður með síðarnefndu plötuna í þann mund er hún kom út en sættist við hana eftir nokkrar vikur. Á þessari plötu er að finna merkilegan blús – Four little boys sem afi hans sagði syni sínum sem aftur skilaði henni til Luckys. Hafi ég ekki misskilið hrapalega þá er þetta söngur um ömmu hans sem dó ung og fól manni sínum drengina sína fjóra og bað hann fyrir að senda þá ekki í fóstur. Double Dealin‘ var tilnefnd til Grammy-verðlauna.

Lucky Peterson - Double Dealin'

[Tengill: Lucky Peterson When my blood runs cold af Double Dealin‘]

Nú var Lucky Peterson að ná hátoppi ferilsins. Nú samdi hann við Dreyfus Records og gaf út Black Midnight Sun 2003. Segja sumir að þetta sé besta plata Lucky Petersons fyrr og síðar. Aðrir að hún sé eitt af þessum meistarastykkjum á pari við Hoodoo Man Blues þeirra Buddy Guys og Junior Wells. Auðvitað er það útí bláinn þegar hins sögulega samhengis er gætt. Blaðamaður New Yorker hafði þó alveg rétt fyrir sér þegar hann skrifaði að Lucky Peterson væri „a master of the guitar, organ and microphone“.

2002-BlackMidnightSun

[Tengill: Lucky Peterson – Black midnight sun]

Þrátt fyrir gríðarlega vinnusemi, mikil afköst og stöðuga spilamennsku út um allar jarðir beggja vegna Atlandshafsins blés ekki alltaf byrlega. Reyndar grúfði óveðurský yfir því Lucky Peterson var í rauninni orðinn veikur. Hann hleypti snemma heimdraganum – reyndar svo snemma að hann fór á mis við venjulega barnæsku og félagsskapur unglingsáranna var ekki svona rétt eins og gerist og gengur. Ungur, fjarri handleiðslu foreldra og með auraráð…. Þetta býður heim óhóflegum drykkjuskap og djammi þar sem eiturlyfjadjöfullinn húkir á næsta horni og býður eitthvað styrkjandi fyrir giggið. Lucky Peterson hefur sjálfur sagt að vímuefnavandinn hafi reynst honum svo erfiður að bæði starf hans og fjölskylda liðu fyrir og hann hafi öðru hvoru verið nánast götunnar maður. Sjúkdómsþróunin byrjaði einhvern tímann uppúr 1990 og hríðversnaði eftir að móðir Luckys féll frá 1997.

Þeir sem segja sögu Lucky Petersons tala um að hann hafi ekki getað fylgt eftir Black Midnight Sun og tala um að hann hafi „bara“ gefið út plötur hjá evrópskum fyrirtækjum næstu árin á eftir og verður ekki annað skilið en skríbentum þyki þær ómerkilegar. Hér fella menn óþarflega harða dóma. Ef þessum skríbentum hefði verið fullkomlega ókunnugt um tæpa heilsu hins vígamóða blúsmanns er mér til efs að þeir hefðu leyft sér dóma af þessu tagi. Hjá öllum listamönnum eru skin og skúrir. Hljómplötur blúsmanna – rétt eins og annarra listamanna – fara tæpast stöðugt batnandi. [Framhald]

Lucky Peterson 1: Snemma beygist krókurinn

Þriðjudaginn 23. mars koma fram á Blúshátíð Reykjavíkur hjónin Tamara og Lucky Peterson. Stendur þessi galdramaður á fimmtugu bráðum. Sagan hans er þó bæði löng og skrautleg. Þegar hún hefur verið rakin í grófum dráttum gæti ég trúað að flestir sem hafa dálæti á blús, sóli, rokkaróli, gospeli og jassi – einhverju af þessu eða öllu saman – geti varla beðið eftir því að skella sér í rauðu skóna og grænu buxurnar og storma niðrá Hótel Nordica þriðjudaginn fyrir páska. Svona til að létta okkur störfin verður þessi saga rakin í nokkrum bútum……

lucky-peterson-met-le-feu-a-l-espace-malraux-121706

Lucky Peterson er fæddur Judge Kenneth Peterson þann 13. desember 1964 í Buffalo í New York fylki. Í blúskreðsum telst hann til ungra manna þó hann verði fimmtugur á næsta ári. Hann hefur gefið út meir en tuttugu hljómskífur sjálfur og leikið undir hjá öðrum á óteljandi plötum. Enda verið að í hvorki meira né minna en 45 ár…. 45 ár? Nei… þetta er ekki prentvilla. Lucky Peterson var nefnilega sannkallað undrabarn og sló í gegn 1969 aðeins fimm ára gamall.

Sú klisja er fremur leiðigjörn þegar talað er um að menn hafi blúsinn í blóðin eða séu fæddir með blúsinn. Einsog þetta er nú vitlaust þá liggur við að þetta eigi við Lucky Peterson.

James PetersonJames Peterson (1937-2010)

Maður er nefndur James Peterson fæddur í Alabama 1937 og var hann sonur blúsbúllueigenda. James flutti að heiman 14 ára með blúsinn úr búllu pabba síns í eyrum og hjarta og lagði af stað norður á bóginn. Hann keypti sér gítar og kenndi sjálfum sér að spila. Um miðjan sjötta áratuginn þegar hann hafði fest ráð sitt settist hann að í Buffalo í New York fylki og spilað soldið blús þar í sveitum með bandi sem félagarnir kölluðu Jesse James and the Outlaws. Stuttu eftir að Lucky Peterson fæddist festi James kaup á húsakosti þar sem hann setti upp Governors‘ Inn House of Blues. Á jarðhæðinni var blúsklúbbur og fjölskyldan bjó á hæðinni fyrir ofan.

Allir meistarar blústónlistarinnar spiluðu hjá James Peterson í Governor‘s Inn. Einn kosturinn við að spila á þessum stað var að vertinn sá til þess að allar græjur og hljóðfæri voru á staðnum. Og menn og konur gátu meira að segja komið einhesta því alltaf var hægt að bjarga undirleikurum. Frá blautu barnsbeini heyrði Lucky Peterson blúsinn uppí gegnum gólfjalirnar. Ekkert slorpakk þar á ferð né gaularar heldur sjálfur Muddy Waters, Jimmy Reed, Little Milton, Buddy Guy, Junior Wells, Koko Taylor og fjöldinn allur af minni og meiri spámönnum.

Lucky litli Peterson sniglaðist í kringum pabba sinn og músikfólkið frá því hann gat gengið og heillaðist af músíkinni og hljóðfærunum. Hann byrjað auðvitað að reyna að spila á trommur. Bara þriggja ára. Litlum drengjum þykir gaman að skapa hávaða með barsmíðum eins og allir vita. Einn af þeim sem kom til að spila á Governor‘s Inn var sá frægi Bill Doggett sem Honky Tonk er kennt við. Þá voru Hammond-orgelin flottustu hljóðfærin í bransanum. Lucky Peterson heillaðist af þessu hljóðfæri. Sagan segir að það hafi upphaflega verið smíðað af dvergum sem stungu af úr einhverju ævintýri. Litli snáðinn var ekki orðinn fimm ára og sér til ánægju sagði Bill Doggett honum til og líka Jimmy Smith sem var einn af þeim sem boðaði fagnaðarerindi Hammond-orgelsins á sínum tíma.

luckypeterson_lp

James Peterson spilaði sjálfur blús á gítar. Þegar menn komu einir eða fáliðaðir í hús hjálpaði hann til á sviðinu og lék undir. Lucky litli Peterson stóð varla útúr hnefa þegar hann byrjaði að spila með pabba sínum og öðrum blúsmönnum. Þegar Willie Dixon átti leið um Buffalo rak hann í rogastans þegar hann sá og heyrði drenginn. Hann spilaði á orgel, bassa og gítar. Í Ameríku skipta frægð og peningar öllu máli. Sýni barn hæfileika hefur það verið landlæg árátta að freista þess að hafa það til sýnis fyrir milljónir. Hugsar þá enginn um hvort börn hafi gott af slíku yfirleitt eða hvort tiltekið barn sé líklegt til að þola að vera haft þannig til sýnis. Hvað um það. Willie Dixon hljóðritaði Lucky litla Peterson og fyrr en varði kom hann fram í The Tonight Show, The Ed Sullivan Show og What‘s My Line? Milljónir manna sáu Lucky litla Peterson flytja 1-2-3-4 sem var endursamið lag James Brown Please, please, please frá 1956. Það var 1969 sem fyrsta plata Lucky Peterson kom út – Our Future (Today Records).

Capture

[Tengill: Hér er Lucky Peterson 7 ára gamall að spila og syngja í sjónvarpinu]

James Peterson gaf sjálfur út  The Father, The Son, The Blues árið 1970. Á þessari plötu spilaði Willie Dixon og hjálpaði til við blöndun. En líka Lucky litli Peterson sem spilaði á orgelið. Hvort þetta var tilraun til að ná blúsframa í frægðarljóma barnsins skal ósagt látið. Ekkert framhald varð á þessu og James Peterson beið með það í tuttugu ár að leggja fyrir sig spilamennsku og hljómplötuútgáfu.

17051

Sagan segir að vinslit hafi orðið með James Peterson og Willie Dixon um strax eftir þessi ævintýri. Telja sumir það hafi verið verr og miður þar sem ekki var látið meir með barnastjörnuna í bili. Líklega hefur þetta bara verið gæfa Lucky Peterson að hann komst ekki í klærnar á hljóðvershákörlum, markaðssporðdrekum og öðrum peningasnákum.

Lucky Peterson gekk í skóla eins og önnur börn og unglingar. Auk venjubundinnar skólagöngu nam hann við Buffalo Academy for Visual and Performing Arts. Þar spilaði hann á franskt horn í symfóníuhljómsveit skólans. En blús og önnur músík á þeirri grein átti hug hans allan. Hann spilaði oft og einatt með þeim tónlistarmönnum sem komu fram á Governors‘ Inn auk þess sem hann smalaði saman í sitt eigið band.

Þegar Lucky Peterson var laus úr unglingaskólanum hafði móðir hans stórar áhyggjur af því að hann villtist inná hættulegar brautir. Henni var alveg ljóst að músíkin var óstöðvandi afl sem aldrei var hægt að kveða niður. Vandamálið snerist um í hvaða félagsskap Lucky stundaði hana. Little Milton var góður vinur fjölskyldunnar og nauðaði móðirin í honum að taka hann með sér í túra og passa hann í leiðinni. Sólaði blúsljúflingurinn hafði ekki trú á þessu fyrsta kastið. Eins dauði er þó annars brauð eins og þar stendur… Eitt sinn forfallaðist organisti Little Miltons. Lucky Peterson sem þá var 17 ára hljóp í skarðið. Sá gamli heilaðist svo af drengnum að hann réði hann í fasta vinnu og nokkrum mánuðum síðar var Lucky Peterson orðinn hljómsveitarstjórinn. Lucky byrjaði tónleikana með sínu eigin þriggja kortéra setti þar sem hann söng og spilaði á orgel.

Blúsmönnum frá Ameríku hefur alltaf verið tekið fagnandi í Evrópu og svo römm er þessi taug sums staðar að nokkur hljómplötufyrirtæki hafa lifað á því góðu lífi að hljóðrita blúsmenn á ferðalagi og gefið út plötur. Á þessum árum sem fyrr voru alls konar pakkaferðir blúsmanna til Evrópu. Lucky Peterson fór í eina ferð af því tagi undir regnhlífarheitinu  Young Blues Giants og var spilað og sungið við mikinn fögnuð. Yngri kynslóð blúsmanna var að springa út. Í þessari ferð vélaði Isabel-forlagið í Frakklandi Lucky Peterson til að hljóðrita plötu sem hann kallaði Ridin‘ og kom út 1984. Þá var hann tvítugur.

9005194

Þegar heim kom bauðst Lucky að ganga til liðs við hljómsveit Bobby „Blue“ Bland. Þar var hann stjörnusólóisti í hljómsveit sólkóngsins. Eftir fáein ár sá hann ekki lengur ástæðu til að bíða eftir því að freista gæfunnar sem sjálfstæður listamaður á eigin vegum. Hann hafði reynsluna, æfinguna og kunnáttuna. Þar að auki var hann búinn að margprófa hvort hann næði einn og sjálfur til áheyrenda. Árið 1988 settist hann að í Flórída en þar bjuggu foreldrar hans. Hann bjóst til að kanna ókunn lönd og kunn á eigin vegum. Hann var 24 ára með næstum tuttugu ár að baki í bransanum! [Framhald]