Sjálfboðaliðar Blúshátíðar 2014

Sjálfboðaliðar Blúshátíðar. Það vantar alltaf fleiri blúshendur við gerum heiminn betri með blús. Vertu með í liðinu á Blúshátíð í Reykjavík 2014 .

Hér tökum við á móti skráningum frá þeim sem vilja leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar með því að gerast sjálfboðaliðar.

Sjálfboðaliðar Blúshátíðar eru margir og sinna alls konar afar skemmtilegum störfum.
Öllum sem lagt hafa okkur lið eru færðar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt framlag og fórnfúst starf á undanförnum árum.

Það vantar alltaf fleiri blúshendur! Jákvæðni ,bjartsýni, gaman er fyrir vini eða vinkonur að koma saman í þetta.
Sendið okkur línu á bluesfest@blues.is og við verðum í bandi.

Nafn:

Aldur:

Netfang:

Sími:

Um mig:
davidogblossi

Ofurgítarleikarinn Tommy Emmanuel í Háskólabíói 8. mars

Ofurgítarleikarinn Tommy Emmanuel í Háskólabíói 8. mars


Ástralski ofurgítarleikarinn Tommy Emmanuel er af mörgum talinn einn allra besti gítarleikari samtímans. Fingrafimi hans er engu lík og tónlistina kryddar hann með óviðjafnanlegri kímni sinni.

Tommy Emmanuel ræður yfir magnaðri spilatækni. Gítarinn leikur í höndum hans og engu líkara er en á sviðinu sé fullskipuð rokkhljómsveit, tveir gítarar, tromma og bassi. Slíkir eru galdrar Tommys og tónleikar hans eru eftirsóknarverð upplifun.

Gítarsnillingurinn Björn Thoroddsen, sem gert hefur garðinn frægan víða um lönd að undanförnu, hefur leikinn og hitar áhorfendur upp áður en Tommy Emmanuel stígur á svið og flytur á sinn einstaka hátt helstu dægur- og rokkperlur sögunnar.

Tommy Emmanuel kemur hingað til lands eftir tveggja mánaða tónleikaferð um Bandaríkin þar sem hann hefur spilað fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld. Færri komust að en vildu þegar Tommy Emmanuel spilaði í Háskólabíói fyrir tveimur árum, þannig að vissara er að tryggja sér miða í tíma.

 

Hér er hægt að kaupa miða: http://midi.is/tonleikar/1/7977/

 

 

Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 12. – 17. apríl 2014

Blúshátíð í Reykjavík 2014 12. – 17. apríl.

Blúshátíð í Reykjavík hefur haft þá stefnu að gefa sem flestum gömlum, ungum og efnilegum sveitum , Blúsmönnum/konum, tækifæri á að spila á Blúshátíð. Um er að ræða Klúbb Blúshátíðar 12.4. – 17.4 og Blúsdagur í miðbænum 12.4. og dagskrá á Hilton Nordica . Blúshátíð áskilur sér rétt að hafna öllum eða raða niður sem þurfa þykir með hagmuni Blúshátíðar í huga. Vinsamlega takið fram hvort verið er að spila á Stór-Reykjavíkursvæðinu mánuði fyrir hátíð eða frá 1.3 2014. Umsækjendur fylli út þetta eyðublað  viðhengi með rafpósti til: bluesfest@blues.is merkt umsókn sjá nánar á www.blues.is Vinsamlega sendu sem fyrst og eigi síðar en 1. Mars n.k. en þá rennur umsóknarfrestur út. Setjið stutta lýsingu æviágrip sveita eða flytjanda með. Myndir og gott fjölmiðlaefni er kostur.

Michael-Burks

  1.   Forsvarsmaður:Fullt heimilisfang:Heimasími:GSM sími:

 

  Kennitala:Netfang:
  2. Lýsing á dagskrá, æviágrip um sveitina. flytjanda
  3. Flytjendur: (nöfn, hljóðfæri kennitala)

 

 

 

Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Rósenberg 3. febrúar kl 21

Blús til styrktar Fjölsmiðjunni

Andrea Gylfadóttir, Sigurður Sigurðsson, Dóri Braga , Pétur Tyrfings ,Óskar Logi Ágústsson og fl.
Hinir árlegu styrktartónleikar Blúsfélags Reykjavíkur verða haldnir á Rósenberg mánudagskvöldið 3. febrúar næstkomandi.
Á tónleikunum, sem hefjast stundvíslega kl. 21.00, koma fram landsþekktir tónlistarmenn jafnt sem óþekktir en efnilegir blúsarar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til tónlistarverkefna hjá Fjölsmiðjunni í Kópavogi.
http://fjolsmidjan.is/
https://www.facebook.com/fjolsmidjan?fref=tsRobertjohnson

Blúsfélag Reykjavíkur og Vinir Dóra kynna Jólablúsgjörningur fimmtudaginn 19. Desember kl. 21 á Rúbín

Blúsfélag Reykjavíkur og Vinir Dóra kynna Jólablúsgjörningur fimmtudaginn 19. Desember kl. 21 á Rúbín

Vinirnir eru: Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Jón Ólafsson bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi Facebook https://www.facebook.com/events/186673814871579/

Gengið inn í björgin við hliðina á Keiluhöllinni. Húsið opnar kl. 19 Rúbín er með veitingar, mat og drykk. Rúbín taka líka frá borð fyrir matargesti. Flugvallarvegi 101 Reykjavík. Sími: 578 5300. rubin@rubin.is Agnar 617-1111.

Matur er á 2500 kr. Miðaverð á tónleika er 2500. Matur og tónleikar 5000 kr gerist ekki betra ! það verður að panta fyrirfram matinn

Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.

Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af. Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Gengið inn í björgin við hliðina á Keiluhöllinni. Húsið opnar kl. 19 Endilega mætum vel og styðjum við litla félagið okkar . Þetta stefnir í rétta átt og tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

frim

Blúsfélag Reykjavíkur er 10 ára

Blúsfélag Reykjavíkur er 10 ára þakkir til allra sem lagt hafa okkur lið!
Tilgangur félagsins er að efla blústónlist á Íslandi og auka hróður blústónlistar á Íslandi, greiða fyrir framgangi blústónlistar á Íslandi og sameina blúsáhugafólk. Reka vefsetur www.blues.is og sjá um póstlista félagsins og senda út fréttabréf. Heiðra menn sem unnið hafa að framgangi blústónlistar. Samskipti við önnur blúsfélög og samvinna um blúshátíðir.

Afmælisblúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur 4. nóvember kl 21 á Rosenberg.
Brynhildur Odds , Eggert feldskeri og Maggi Einars, Goðsögnin Jón Páll Bjarnason spilar jazzblús, Kveinstafir nýtt band, Róbert Þórhalls með bassablús, Dóri Braga með Deltablús og fleiri.

Magnús Eiríksson var gerður að heiðursfélaga á stofnfundi félagsins 2003

Þriggja daga tónlistarveisla í Salnum Kópavogi: Jazz- og Blúshátíð Kópavogs

Þriggja daga tónlistarveisla í Salnum Kópavogi: Jazz- og Blúshátíð Kópavogs
Miðasala http://midi.is/tonleikar/1/7782/

Bjössi hefur gert það gott víða um lönd það sem af er árinu, fyllt  hvern tónleikasalinn af öðrum, ýmist með einleikstónleikum eða Gítarthátíðum, en Gítarhátíð Bjössa Thor er nú orðinn vinsæl útflutningsvara og fjöldi þeirra framundan bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Miðasala http://midi.is/tonleikar/1/7782/

3. október (fimmtudagur):
Bjössi og Bítlarnir

Útgáfutónleikar þar sem Bjössi spilar einn og óstuddur bítlalög á sinn magnaða hátt. Þeir sem sáu Bjössa í Salnum í vor og á Blúshátíð í Reykjavík um páskana, upplifðu galdur og Bjössi lofar sömu töfrunum á þessum tónleikum.
Bjössi Thor: http://www.youtube.com/watch?v=2CM6m9OWemg&feature=youtu.be

4. október (föstudagur)
Gítarhátíð Bjössa Thor

Tónlistarunnendur bíða ávallt spenntir eftur Gítarhátíð Bjössa Thor sem er árlegur viðburði í tónlistarlífi Íslendinga. Í ár verður kassagítarinn í  aðalhluterki, en auk Bjössa koma fram kanadíski blúsgítarleikarinn Tim Butler bandaríski snillingurinn Trevor Gordon Hall sem lætur gítarinn hljóma eins og heila hljómsveit og hinnfingrafimi Craig D’Andrea.
Tim Butler: http://www.youtube.com/watch?v=4KUvBxJu4rY
Trevor Gordon Hall: http://www.youtube.com/watch?v=Lo9kGHYn_bI

Craig D’Andrea: http://www.youtube.com/watch?v=YrGOrQeQEfg
5. október (laugardagur)

Blús: Kanada vs. Kópavogur

Blústríó Tim Butler byrjar kvöldið með standara eftir Johnny Winther, Jimi Hendrix og fleiri. Þegar líður á kvöldið munu stíga á svið blúsarar sem tengjast Kópavogi á einn eða annan hátt. Þar má nefna á Tryggva Hubner, Kristján Hreinsson, Óskar Björn Bjarnason, Björgvin Birki Björgvinsson, Ólaf Þór Kristjánsson, Dag Sigurðsson og Rannveigu Ásgeirsdóttur.

Verð miða:

Hátíðarmiði, gildir á alla tónleikana þrjá: 6.000 krónur

Bjössi og Bítlarnir: 2.500 krónur

Gítarhátíð Bjössa Thor: 3.500 krónur

Blús: Kanada vs. Kópavogur: 3.500 krónur

 

 

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Kaffi Rósenberg veturinn 2013-2014

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Kaffi Rósenberg veturinn 2013-2014, fyrsta kvöldið verður þann 7. október Blúsfélag Reykjavíkur hefur haldið úti blúskvöldum fyrsta mánudag í hverjum mánuði frá 2008. Mætum öll á blúskvöldin okkar og tökum einhvern með sem hefur ekki komi áður.

King1

 

 

 

 

our monthly blues night at Cafe Rosenberg first monday of the month at Rosenberg starts 7th October 21 pm

Ásgeir Óskarsson í Hörpu miðvikudaginn 18.09. kl 20

Ásgeir Óskarsson í Hörpu miðvikudaginn 18.09. kl 20

Miðasala á Midi.is http://midi.is/tonleikar/15/576/

Ásgeir fagnar nú útgáfu á plötu sinni, Fljúgðu með mér. Ásgeir hefur spilað með mörgum af stærstu hljómsveitum og tónlistarmönnum Íslands. Hann er þó þekktastur fyrir trommuleik sinn með Stuðmönnum og Þursaflokknum. Þetta er fjórða sólóplata Ásgeirs en þar er farið um víðan völl, allir textar eru á íslensku. Með Ásgeiri verður stórkostleg hljómsveit skipuð af úrvals hljóðfæraleikurum. Þeir eru: Björgvin Ploder, Guðmundur Pétursson, Kjartan Guðnason, Matthías Stefánsson, Pétur Hjaltested, Róbert Þórhallsson. Gestasöngvarar eru ýmsir en meðal þeirra má nefna Andreu Gylfadóttur, Björgvin Ploder, Egil Ólafsson, Jonna Ólafs, Björn Jörund, Margréti G. Thoroddsen, Rúnar Þór og Þór Breiðfjörð

Facebook https://www.facebook.com/pages/%C3%81sgeir-%C3%93skarsson/159794017455207