Michael Burks lést í gær

Michael Burks lést í gær hann var að koma frá Evrópu hann fékk hjartaáfall á flugvellinum í Atlanta. Blúsheimurinn er harmi slegin yfir þessum fréttum. Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda og vina. Hann var aðalgestur Blúshátíðar í Reykjavík 2012 fyrir mánuði síðan.

Michael Burks sem kallaður var „Iron Man“ var kraftmikill blús-rokk gítarleikari sem skaust upp á blússtjörnuhimininn þegar Alligator Records gáfu út hans fyrstu plötu árið 2001. Síðan þá hefur hann vakið athygli á tónleikum og blúshátíðum víða um heim fyrir frábæran tónlistarflutning og líflega sviðsframkomu.

Comments are closed.