Dagskráin hófst með því að Lúðrasveitin Svanur blúsaði niður Skólavörðustíginn og á eftir þeim komu félagar í Krúserklúbbnum á ansi flottum bílum. Fyrir utan búðina hjá Ófeigi gullsmið voru blústónleikar og forsmekkurinn af því sem koma skal á aðaltónleikum Blúshátíðar nk. miðvikudag.
Fyrir þá sem vilja skoða dagskrána nánar og jafnvel kaupa sér miða er hægt að gera það hér: https://tix.is/is/event/12974/blushati-/