Gleðilega Blúshátíð í Reykjavík 2015. Blúsdagur í miðborginni í dag 28.mars

Mðasala á stórtónleika er á http://midi.is/tonleikar/1/8790/

Blúshátíð í Reykjavík 2015  28. mars – 2. apríl.

Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 28. mars, með Blúsdegi í miðborginni á Skólavörðustíg tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2015. Grill bacon ,pylsur og uppákomur kl. 14 – 17. Böskað á stígnum og tónleikar á Borgarbókasafni kl 16.

Hátíðin er helguð 100 ára fæðingarafmæli Muddy Waters og Wille Dixon.

Aðalgestir hátíðarinnar eru:

•     Bob Margolin, blúsgítarleikari ársins 2005 og 2008.

•     Debbie Davis, blúsgítarleikari ársins 1997 og 2010.

•     Bob Stroger, bassaleikari ársins 2011 og 2013.

•     KK band, Björgvin Gíslason, Vintage Caravan Blue Ice Band og fjöldi annarra tónlistarmanna.

Þrennir stórtónleikar Blúshátíðar verða á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld).

Dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleika. Þar getur allt gerst og stundum varir stuðið langt fram eftir nóttu.

Þriðjudaginn 31. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

KK band. Íslendingar elska KK band sem spilar blúsinn á sinn einstaka hátt. Þeir lofa sínu allra besta á Blúshátíð 2015.

Blúsband Björgvins Gíslasonar. Gítargoðið Björgvin Gíslason fer fyrir flokki eintómra snillinga. Það má enginn missa af þessu.

Blúsaðasta bandið. Á tónleikunum kemur einnig fram Blúsaðasta band Músíktilrauna 2015.

Miðvikudaginn 1. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

Bob Margolin, Bob Stroger og Blue Ice band. Á 100 ára fæðingarhátíð Muddy Waters spila Bob Margolin, gítarleikari Muddy Waters, fyrir gesti Blúshátíðar í. Margolin er margverðlaunaður tónlistarmaður sem hefur haft mikil áhrif á Chicaco-blúsinn síðustu áratugina. Bob Stroger er hugsanlega besti bassaleikari blússögunnar en örugglega sá smekklegasti, bæði hvað varðar klæðaburð og spilamennsku. Þessi aldna hetja sem spilað hefur með flestum þekkustu blústónlistarmönnum síðustu áratuga var tilnefndur besti blúsbassaleikari áranna 2011 og 2013. Snillingarnir í Blue Ice Band spila með Margolin og Stroger.

Á tónleikunum komar einnig fram Dagur Sig.og hljómsveit, Uncle John jr. og fl.

Fimmtudaginn 2. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

Debbie Davis er einhver áhrifamesta kona blústónlistarinnar undanfarna áratugi. Hún er margverðlaunaður gítarleikari sem jöfnum höndum kemur fram með eigin hljómsveit eða heimsþekktum blústónlistarmönnum. Strákarnir í Blue Ice Band spila með Debbie Davis.

Vintage Caravan gerðu allt vitlaust þegar þeir komu fram á Blúshátíð hér um árið. Síðan þá hafa þeir spilað víða um lönd og mæta nú á Blúshátíð reynslumeiri og enn betri.

Á tónleikunum kemur einnig fram úrval Íslenskra blúsmanna.

Blúsmiðinn

Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

 

Blushatid_2015_poster_web

 

Comments are closed.