Enn eru að bætast við atriði á Blúshátíð í Reykjavík 2014

Enn eru að bætast við atriði á Blúshátíð í Reykjavík 2014 aðalsvið, á Blúsdaginn og á Klúbb Blúshátíðar sem verður á Hilton í stóra rýminu. Þar innréttum við Blúsklúbb dagskrá á klúbbnum hefst þegar stórtónleikunum lýkur. Frítt verður fyrir gesti stórtónleika á klúbbinn. Látum endilega blúsvini vita um Blúshátíð í Reykjavík 2014 og tryggjum okkur miða . Það er okkur ánægjuefni hvað margar ungar sveitir eru að spila blús og hefur alltaf verið stefna Blúshátíðar í Reykjavík að gefa ungu fólki tækifæri á að spila. , Blúshátíð í Reykjavík er starfandi allt árið um kring við kynningu á blústónlist, hátíðahaldi og fræðslu.

Kveðjur

midilogo

Þriðjudag 15. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Blúskompaní
, þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson ásamt KK trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar er ein elsta blúshljómsveit. Hljómsveitina skipa auk Magnúsar E, Pálmi Gunnarsson, KK, Agnar Már Magnússon, Benedikt Brynleifsson,Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson. Tregasveitin með feðgunum Pétri Tyrfingssyni og Guðmundi Péturssyni í fararbroddi með splunkunýtt efni. Á tónleikunum kemur einnig fram úrval efnilegra ungra blúsmanna frá Íslandi.

Miðvikudag 16. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Victor Wainwright og félagar. Victor er sjóðheitur, margverðlaunaður tónlistarmaður og ein skærasta stjarnan í blúsheiminum um þessar mundir. Hann hrærir boogie woogie og rokk saman við hefðbundin blús og rám röddin er engu lík. Victor Wainwright var sæmdur hinum virtu verðlaunum “Pinetop Perkins Piano Player of the Year” á síðasta ári. Hann mætir á Blúshátíð með gítarleikara sinn Nick Black. Blússveit Jonna Ólafs , Spottarnir hans Eggerts feldskera  og Johnny and the rest koma einning fram þetta kvöld

Fimmtudag 17. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Egill Ólafsson
og gamlir félagar úr Þursaflokknum: Tómas M. Tómasson, Ásgeir Óskarsson og fleiri koma á óvart, jafnvel með blúsuðum Þursalögum. Vinir Dóra 25 ára afmælistónleikar. Þessir þungavigtarmenn í íslenskir blússögu verða í sparifötunum og spila alla sína bestu blúsa ásamt blúsdrottningunni Andreu Gylfadóttur og fleiri góðum gestum. Brynhildur Oddsdóttir.

facebook_2014

blues_logos

Comments are closed.