Chicago Beau gerður að heiðursfélaga
Bandaríski tónlistamaðurinn og rithöfundurinn Chicago Beau var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við fjölmenna setningu Blúshátíðar á Skólavörðustígnum í dag.
Chicago Beau var tíður gestur hérlendis á árunum 1991 til 1995 og hafði veruleg áhrif á íslenskt blúslíf. Hann kom á sterku menningarsambandi milli íslenskra og bandarískra blústónlistarmanna og vann ötullega að útbreiðslu blústónlistarinnar og kynningu á íslenskum blústónlistarmönnum erlendis. Um tíma ferðaðist hann hljómsveitinni Vinum Dóra og kom fram með hljómsveitinni á fjölda tónleika bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Chicaco Beau kemur fram með Vinum Dóra á tónleikum Blúshátíðar á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut næstkomandi miðvikudagskvöld,