Björgvin er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur
Þann 22 – 25 nóvember næstkomandi mun heljarinnar blúsveisla eiga sér stað á Gamla Gauknum í Reykjavík. Hér er á ferðinni afbragðsviðburður úr smiðju blúsgítarhetjunnar Björgvins Gíslasonar og Gamla Gauksins.
Það verður ekki einungis frábærir tónleikar í boði því einnig verður soulfood grill á boðstólnum, blúsbíó, gítarsmíði, græjukynning og fræðsla.
Forsala á hátíðina fer fram á Miði.is og kostar armbandið einungis 2000kr. Armbönd verða seld við inngang á hátíðinni á 2900kr en stök kvöld kosta 1500kr
Dagskrá hefst kl: 21:00 öll kvöld.
20 ára aldurstakmark.FORSALAN ER HAFIN: http://midi.is/tonleikar/
Bubbi Morthens.
Magnús Eiríksson.
Þórir Baldursson.
Beggi Morthens & hljómsveit.
Hans Blues & Boogie (GER).
Skúli Mennski ásamt Þungri byrði.
Blágresi.
Vintage Caravan.
Blússveit Þollýar.
Bee Bee & The Bluebirds.
Pollock Brothers.
Mood.
Lame Dudes.
Guðgeir Blúsari & hljómsveit.
Strákarnir hans Sævars.
Blúsþrjótar.
Þorri & Hrafnhildur.
3B (Bitter Blues Band).
Síðasti séns.Annað í boði:
Hægt verður að gæða sér á Soulfood matargerð og horfa á blúsmyndir. Gunnar Örn gítarsmiður mun kynna sitt fag, handtökin og íslenska gítarmagnarann Redwing. Ásgeir Helgi mun kynna Pedal Project verkefnið sitt sem er eigin framleiðsla á gítarfetlum sem eru effectar notaðir í tónlistarflutning.
FIMMTUDAGUR
19:00 – Húsið opnar: Soulfood grill, græjukynning og blúsbíó
21:00 – Bjöggi Gísla & Hljómsveit
22:00 – Magnús Eiríksson & Þórir Baldursson
00:00 – Blúsþrjótar
FÖSTUDAGUR
19:00 – Húsið opnar: Soulfood grill, græjukynning og blúsbíó
21:00 – Bubbi Morthens & Bjöggi Gísla
22:00 – Guðgeir Blúsari & Hljómsveit
23:00 – Mood
00:00 – Hans Blues & Boogie
01:00 – Vintage Caravan
02:00 – Síðasti séns
LAUGARDAGUR
19:00 – Húsið opnar: Soulfood grill, græjukynning og blúsbíó
21:00 – Blússveit Þollýjar
22:00 – Strákarnir hans Sævars
23:00 – 3B
00:00 – Beebee & The Bluebirds
01:00 – Pollock brothers
02:00 – Blúsdjamm
SUNNUDAGUR
19:00 – Húsið opnar: Soulfood grill, græjukynning og blúsbíó
21:00 – Blágresi
21:45 – Dúettinn Víglundur
22:30 – Beggi Morthens & Hljómsveit
23:30 – Lame Dudes
00:15 – Bjöggi Gísla & Hljómsveit
UPPLÝSINGAR UM LISTAMENN í STAFRÓFSRÖÐ
BEEBEE AND THE BLUEBIRDS
Hljómsveitin spilar blöndu af blús, jazz og soul tónlist. Hljómsveitin hefur verið starfandi í 2 ár og er nú að fara að gefa út sína fyrstu breiðskífu eftir áramót.
BeeBee and the bluebirds hafa komið fram á hinum ýmsu Blúshátíðum og þar má helst nefna Reykjavík Bluesfestival og Norden Bluesfestival.
Brynhildur I. Oddsdóttir – Söngur/gítar
Hjörtur Stephensen – Gítar
Brynjar Páll Björnsson – Bassi
Tómas Jónsson – Hammond/Rhodes
Magnús Örn Magnússon – Trommur
http://www.facebook.com/
http://soundcloud.com/
BERGÞÓR MORTHENS & HLJÓMSVEIT
Beggi Morthens er þekktur fyrir þátt sinn í hljómsveitunum Egó, GCD og MX21 með frænda sínum og uppeldisbróður, Bubba Morthens. Þorleifur Guðjónsson lék einnig með þeim frændum í Egó og MX21 á bassa. Sigfús Óttarsson hefur trommað með ótal sveitum á borð við Mannakorn, Hljóma og Jagúar. Ólafía Hrönn hefur sungið og leikið sig inn í hjörtu landsmanna um langt skeið og er einnig trommuleikari hljómsveitarinnar Heimilistónar. Kailash – andlegt ferðalag
Bergþór Morthens – gítar
Þorleifur Guðjónsson – bassi
Sigfús Örn Óttarsson – trommur
Ólafía Hrönn Jónsdóttir – söngur
BJÖRGVIN GÍSLASON & HLJÓMSVEIT
Bjöggi Gísla hefur í áratugi mundað gítarinn með vinsælum hljómsveitum, listamönnum og sem sólólistamaður. Björgvin er talinn með betri gítarleikurum sem Ísland hefur alið af sér og hefur blúsinn verið fyrirferðamikill á ferlinum. Björgvin mun koma fram með hljómsveit sinni og galdra fram stemmingu af festu og getu manna sem hafa auðgað tónlistarframlag Íslandssögunnar með miklum bravúr.
Björgvin Gíslason – gítar / rödd
Ásgeir Óskarsson – trommur
Haraldur Þorsteinsson – bassi
Sigurður Sigurðsson – munnharpa
Tómas Jónsson – hljómborð
BLÁGRESI
Hljómsveitin er hugarfóstur Einars Más og Leifs, en þeir höfðu oft rætt um samstarf, og hófst það loks fyrir alvöru sumarið 2009, í hópinn bættust Daníel og Tinna, og hljómsveitin Blágresi varð til. Segja mætti að í lögum sveitarinnar sameinist ritsnilli Einars “folk” skotinni tónlistinni, og úr verður nýstárleg þjóðlagatónlist.
Tinna Marína Jónsdóttir – Söngur
Daníel Auðunsson – Gítar og Söngur
Leifur Björnsson – Gítar og Söngur
BLÚSSVEIT ÞOLLÝJAR
Hljómsveitin hefur starfað um nokkurra ára skeið og flytur sveitin rokkaðan gospelblús. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar hafa starfað áður í þungarokkssveitum – þeir Magnús Axel gítarleikara sem áður lék m.a. í Bismarck og þungarokkssveitinni Þjófum og Jonni Richter bassaleikari sem er ýmsum kunnur fyrir leik sinn meðal annars í hljómsveitunum Exizt, Stálfélaginu og Árblik. Þollý, söngkona sveitarinnar, hefur síðan sungið jöfnum höndum bæði jazz, blús og gospel. Blússveitin hefur spilað á ýmsum blúshátíðum og komið fram á fjölda tónleika og á síðasta ári sendi sveitin frá sér sinn fyrsta geisladisk – My dying bed – sem hefur fengið frábærar viðtökur og er nú nánast uppseldur.
Þollý Rósmunds – söngur
Magnús Axel Hansen – rafgítar
Jonni Richter – rafbassi
Benjamín Ingi Böðvarsson – trommur
https://www.facebook.com/
BLÚSÞRJÓTAR
Blúsþrjótar munu einblína á íslenskan blús og munu þeir vera á þjóðlegum nótum á hátíðinni.
Guðmundur Pálsson, gítar og söngur
Kristinn Ólafsson, gítar, söngur, munnharpa
Örvar Aðalsteinsson, kontrabassi og söngur
Örn Arnarson, gítar og söngur
Ævar Aðalsteinsson, banjó og söngur
BUBBI MORTHENS
Bubbi Morthens hefur haft blúsinn í fórum sínum allt frá því hann samdi Ísbjarnarblúsinn árið 1974. Á ferli sínum hefur hann blúsað í bland við aðrar tónlistarstefnur og strauma og unnið með stórum hópi tónlistarmanna af ýmsum toga. Bubbi og Bjöggi Gísla léku saman í Blúshundunum sem spiluðu nokkra tónleika 1987 og Blámakvartettinum þar sem Bubbi var gestur kvöldsins á tónleikum árið 1990.
DÚETTINN VÍGLUNDUR
Hrafnhildur er Húnvetningur en lærði blús- og djasssöng hjá Tinu Palmer í FÍH einn vetur og hefur troðið upp hér og þar frá unga aldri. Þormóður er Snæfellingur og hefur verið gítarleikari í fleiri en 18 ár. Útgefið efni Þormóðs er t.d. Hundslappadrífa, Ert’úr sveit ’98 og Tíu vetra ’04, einnig sólódiskurinn Sunnudagur í rútunni ’02.
Þormóður Símonarson – gítar
Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir – söngur
GUÐGEIR BLÚSARI & HLJÓMSVEIT
Guðgeir Björnsson er gítarleikari og söngvari fæddur 1954 á Egilsstöðum. Hann spilað blús í mörg ár og með eigin hljómsveit frá 2002. Hljómsveitin hefur spilað á Austur- og Norðurlandi og í Sortland í Noregi.
Guðgeir Björnsson – gítar / söngur
Valgeir Skúlason – trommur
Jón Ingi Arngrímsson – bassi
Helgi Georgsson – hljómborð.
HANS BLUES & BOOGIE (GER)
Hann kemur frá Þýskalandi og hefur verið á faraldsfæti í fjöldamörg ár með gítarinn á bakinu að spila blús víðsvegar um heiminn. Hans heimsótti Ísland árið 1987 þegar hann kom hér við í tónleikaferð sinni um Evrópu og lék á nokkrum tónleikum á norðurlandi. Hans hefur gefið út fjöldan allan af plötum og helgað lífi sínum blúsnum hvort sem það er að flytja tónlistina eða kenna blúsfræðin.
LAME DUDES
Hljómsveitin hefur verið starfandi í rúmlega 7 ár og leikur blús og fjölbreytta blúskennda tónlist af hjartans list. Hljómsveitin gaf út geisladiskinn “Hversdagsbláminn” í apríl 2011 þar sem stiklað er á stórum og smáum tregafullum vandamálum einstaklinga, þar sem ekkert mannlegt er hljómsvetinni heilagt! Hljómsveitin er að vinna í lögum fyrir aðra skífu “einfaldir vafningar” en er áætlað að sá diskur komi út á fyrri hluta ársins 2013. Lame Dudes hafa tekið virkan þátt í vikulegum blúskvöldum Blúsfélags Reykjavíkur og komið fram nokkrum sinnum á Blúshátíð Reykjavíkur, auk þess að halda fjölmarga tónleika víðsvegar í Reykjavík.
Hannes Birgir Hjálmarsson – söngur og gítar
Snorri Björn Arnarson – gítar
Kolbeinn Reginsson – trommur
Jakob Viðar Guðmundsson – bassi
Friðþjófur Johnson – munnharpa
http://www.facebook.com/
http://
http://www.youtube.com/
MAGNÚS EIRÍKSSON
Landsþekkti lagasmiðurinn hefur átt sterka hefð í blúsnum og þá sérstaklega með tríóinu sínu Blues Company sem lék reglulega á blúskvöldum kringum 1970 á skemmtistaðnum Klúbbnum. Á efnisskránni voru t.d. lög með Cream og John Mayall & The Bluesbreakers. Blúskompaníið tók nokkrum mannabreytingum í gegnum árin og var til að mynda Karl Sighvatsson orgelleikari í bandinu fram að hinstu stund. Magnús hefur að undanförnu leikið með hljómsveit sinni Mannakorn ásamt Pálma Gunnarssyni bassaleikara og söngvara sem einnig lék með Blúskompaníinu.
MOOD
Hljómsveitin er með elstu starfandi blúsböndum á Íslandi í dag. Sveitin spilar
eigið efni í bland við gamla blússlagara.
Bergþór Smári – gítar/söngur
Friðrik Geirdal Júlíusson – trommur
Ingi Skúlason – bassi
Tómas Jónsson – hljómborð
POLLOCK BROTHERS
Bræðurnir Danny og Michael Pollock komu eins og stormur inn í tónlistarsenuna með hljómsveitinni Utangarðsmenn. Síðan starfræktu þeir hljómsveitina Bodies og hafa spilað saman um árabil blússkotna og þjóðlagakennda tóna. Nýverið gáfu þeir út The Pollock Brothers EP.
http://
SÍÐASTI SÉNS
Hljómsveitin hefur starfað frá árinu 2005. Sveitin spilar hressilegt blúsrokk í bland við tregafullar
blúsballöður. Markmið sveitarinnar er að skemmta sjálfri sér og öðrum og taka lífinu ekki of alvarlega.
Jens Einarsson – Rafgítar/Slide og söngur
Þórir Ólafsson – Bassi
Friðrik Jónsson – Rafgítar
Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson – Trommur
Gestaspilarar: Sigurður Sigurðarson og Kristinn Ólafsson – munnharpa
SKÚLI MENNSKI ÁSAMT ÞUNGRI BYRÐI
Skúli mennski hefur undarfarin fjögur ár eða svo reynt að gera sig breiðan í íslensku tónlistarsenunni. Hann hefur meðal annars komið fram á Aldrei fór ég suður, Gærunni, Melodica acoustic festival, Við Djúpið, Norden blues festival í Rangárvallasýslu og verið iðinn við tónleikahald um allt land við góðan orðstír. Tónlist Skúla má jafnan lýsa sem blússkotinni popp og sveitatónlist. Hann hefur gefið út plöturnar Skúli mennski og hljómsveitin Grjót með samnefndri hljómsveit, Búgí! og nú í nóvember er væntanleg platan Blúsinn í fangið sem Skúli mennski tók upp ásamt Þungri byrði á Flateyri í ágúst síðastliðnum. Blúsinn í fangið inniheldur ellefu frumsamin blúslög með íslenskum textum. Þessi lög verða leikin af gleði og innlifun á Blúshátíð Bjögga Gísla.
Hjörtur Stephensen gítar
Kristinn Gauti Einarsson trommur
Skúli mennski söngur og gítar
Tómas Jónsson píanó og rhodes
Valdimar Olgeirsson bassi
Þorleifur Gaukur Davíðsson munnharpa
STRÁKARNIR HANS SÆVARS
Sveitin var stofnuð árið 1997 og var fyrst hugsuð sem einskonar útrásar band fyrir okkur og stóð aldrei til að spila obinberlega.
Sveitin spilaði í fyrstu rock í bland við blues og alla aðra tónlist sem veiti okkur ánægju enda var það meginn tilgangur bandsinns að hafa gaman að og fá útrás fyrir tónlistar sköpun okkar.
Eftir um 10 ár í skúrnum var þó slegið til við spiluðum á góðgerðar tónleikum á Grand rock cafe en þá uppgvötuðum við að við höfðum gleymt að nefna bandið svo að við fórum aftur í skúrinn og eftir mikllar vanga veltur og spekúlasjónir komum við aftur fram á blúshátíð Reykjavíkur 2010 undir nafinu „ Strákarnir hans Sævars „ bandið hafði þá tekið skarpa begju í átt að blúsnum
Og hefur stefnan verið nokkuð föst mótuð síðan. Bandið spilar nánast eingöngu blús í dag þó slæðast með eitt og eitt rock lag á stundum. Snemma þessa árs ákvað Sævar Árnason að segja skilið við bandið enda maður marg bandaður en aðrir meðlimir hafa allir verið með frá upphafi .
Ástþór Hlöðversson = Söngur og bassi
Gunnar Örn Sigurðson = Gítar
Steinar B Helgason = Trommur
http://www.facebook.com/
THE VINTAGE CARAVAN
The Vintage Caravan er rokk tríó sem spilar músík af gamla skólanum. Hljómsveitin hefur verið ansi virk og vakið mikla athygli síðan hún hóf störf. Allir meðlimir hljómsveitarinnar eru 18 ára gamlir. Fyrsta plata hljómsveitarinnar kom út í apríl árið 2011 og voru útgáfutónleikar á Aldrei fór ég suður þegar þeir enduðu hátíðina. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir spilamennsku og sviðsframkomu á hátíðum eins og Iceland Airwaves, Gæran, Aldrei Fór Ég Suður og Besta Útihátíðin. Gítarsóló, poncho, kögurvesti, líflegir spunakaflar og hrynpar (trommur og bassi) sem heldur öllu gangandi er einkennandi fyrir hljómsveitina. The Vintage Caravan leggur metnað sinn í kröftuga sviðsframkomu, fatastíl í anda tónlistarinnar og grípandi lög með áhrifum frá hljómsveitum eins og Cream, Led Zeppelin, Jimi Hendrix Experience, Deep Purple og The Who svo eitthvað sé nefnt. The Vintage Caravan spilar einungis frumsamið efni. Bandið var tilnefnt sem “Bjartasta vonin” á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu og sigruðu hljómsveitakeppnina Global Battle Of The Bands á Íslandi og munu keppa fyrir Íslands hönd í desember í London. Nýverið gaf hljómsveitin út aðra plötu sína sem ber heitið Voyage.
Óskar Log Ágústsson – Gítar og söngur
Guðjón Reynisson – Trommur og slagverk
Alexander Örn Númason – Bassi
https://www.facebook.com/
ÞÓRIR BALDURSSON
Þórir Baldursson var farinn að spila opinerlega á harmónikku með föður sínum, aðeins sjö ára gamall. Síðan þá hefur hann leikið fram á þennan dag með helstu tónlistarmönnum á Íslandi og mörgum erlendum stórstjörnum. Í Bandaríkjunum bjó Þórir í White Plains og spilaði R&B með þeldökkum og lifði og hrærðist í þeirra umhverfi og lærði af þeim blúsinn. Þórir hefur einnig verið afkastamikill í útsetningum og kennslu en einna helst er hann þekktur fyrir ástríðu sína á Hammond orgelinu sem hann er manna færastur á landinu í dag.
3B (Bitter Blues Band)
Hljómsveitin var stofnuð á haustdögum 2008 af Atla Viðari Jónssyni og hefur hún starfað með stuttum hléum þó, síðan þá. Hér eru saman komnir reynsluboltar sem hafa það sjálfum sér og öðrum til gamans að markmiði, að spila kröftuga blústónlist. Meðlimir hafa meðal annars starfað með Tívolí, Þrumuvagninum, Exizt, Borgís, Alfa Beta, Stefáni P, Hafrót, Örnum, Cabarett, Haukum og Cirkus.
Eiður Örn Eiðsson söngur/munnharpa
Atli Viðar Jónsson gítar
Sævar Árnason gítar
Pétur Hjálmarsson bassi
Ingólfur Sigurðsson trommur
https://www.facebook.com/