Blúsvagn Borgarbókasafns
Blúsvagn, stútfullur af endurnærandi eldsneyti, hefur verið ræstur í aðalsafni og verður í gangi til loka Blúshátíðar. Blúsdiskar með tónlist og myndum, bækur um blús og blússögu, ævisögur blúsara og kennslubækur í blúsgítarleik. Áfylling eftir þörfum úr blústanki Tón- og mynddeildar. Ókeypis blúslán fyrir alla sem eiga bókasafnskort. Upplagt til að hita upp fyrir Blúshátíð sem hefst laugardaginn 31. mars og halda sér gangandi meðan hún stendur yfir.