BLÚSSVEIT ÞOLLÝJAR MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA
Nú er loksins komið að útgáfutónleikum Blússveitarinnar en sveitin sendi nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu, My dying bed, og hafa viðtökur verið vonum framar. Það er því við hæfi að “Blúsa jólin inn” og mun Blússveitin flytja lög af þessum nýútkomna geisladisk þetta kvöld í bland við sitt sívinsæla jólaprógramm.
Blússveit Þollýjar skipa:
Þollý Rósmunds: söngur
Magnús Axel Hansen: gítar
Jonni Richter: bassi
Benjamín Ingi Böðvarsson: trommur
Sérstakir gestir þetta kvöld verða:
Sigurgeir Sigmundsson: dobró og pedal steel
Sigurður “Kafteinn” Ingimarsson: munnharpa
Tónleikarnir verða á Café Rósenberg, Klapparstíg 27, þriðjudaginn 13. des og hefjast kl. 21.00. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og eru allir hjartanlega velkomnir!