Vinir Dóra enda 25 ára afmælisárið með Jólablús á Rúbín 18. des kl 21.00
Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.
Miðaverð á tónleika er 2800.
Matur og tónleikar 5500 kr gerist ekki betra ! það verður að panta fyrirfram matinn. Hamborgarahryggur, roastbeef, laxarós ásamt meðlæti 2.700kr
Rúbín taka líka frá borð fyrir matargesti. Flugvallarvegi 101 Reykjavík. Sími: 578 5300. rubin@rubin.is Agnar 617-1111.
Matur er á 2700 kr. húsið opnar kl 19
Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.
Vinirnir eru: Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Jón Ólafsson bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi.
Tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.