Blúshátíð í Reykjavík kynnir: Karen Lovely og Jonn „Del Toro” Richardson á stórtónleikunum 24. mars

SONY DSC

Breytingar hafa orðið á dagskrá Blúshátíðar. Söngdívan Karen Lovely og blúsbolinn Jonn „Del Toro” Richardson verða á stórtónleikunum 24. mars. Þau hlaupa í skarðið fyrir Candye Kane og Lauru Chavez sem afboðuðu komu sína vegna veikinda Candye Kane.

Það er fengur að komu Karen Lovely sem er ein skærasta söngstjarnan í bandarískum blús um þessar mundir og Jonn Richardson sem er margverðlaunaður gítarleikari sem hefur þróað með sér persónulegan og stórskemmtilegan stíl þar sem blúsinn er kryddaður með áhrifum frá suður amerískri tónlist.

 

 

Dagskrá fimmtudagsins 24. mars
Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20
• Karen Lovely og Jonn” Del Toro” Richardson
• Þorleifur Gaukur & the Berklee Youngbloods
• Reykjavik Hipshakers! .

jonnrichardson

Kjósi einhver að breyta miða sínum vegna þessarar dagskrárbreytinga þá er viðkomandi bent á að hafa samband við www.midi.is

Comments are closed.