Blúshátíð klikkar ekki!
Á Blúshátíð í Reykjavík verða þrennir stórtónleikar með tónlistarmönnum á heimsmælikvarða.
Blúshátíð býður upp á Larry McCray sem hefur verið valinn besti blúsleikari Bandaríkjanna, hina kraftmiklu Lauru Chavez sem er einn besti blúsgítarleikari samtímans og söngkonuna Inu Forsman sem vakið hefur eftirtekt og aðdáun fyrir túlkun og kraftmikla rödd.
Einnig sýna bestu blúsmenn landsins sitt allra besta á hátíðinni og klúbburinn verður opinn fram eftir morgni.
Blúsmiðinn sem veitir aðgang að öllum þrennum tónleikunum kostar einungis 11.990 krónur. Á staka tónleika kostar aðeins 5.490.