Styttist í Blúshátíð sem verður sett laugardaginn 31.3 kl 14 í Kolaportinu. Vonumst eftir að sjá ykkur þegar við tilkynnum um hver verður Heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2012.
Blúshátíð í Reykjavík 31. mars til 5. apríl 2012.
John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitin, Marel Blues Project, Vintage Caravan og margir fleiri.
Hátíðin hefst með Blúsdegi í Miðbænum laugardaginn 31. mars.hátíðin verður sett kl 14 Kolaportið. Götuspilarar spila víðsvegar um borgina hátíðadagana. Þeir fara á glæsikerrum vítt og breitt um bæinn og poppa upp á ólíkustu stöðum alla hátíðadagana. Blús fyrir fólkið.
Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöld.
Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst ungir sem aldnir djamma saman.
Látum sem flesta vita um frábæra hátíð og tökum vini og vinkonur með. Við gerum heiminn betri með blús.
Ítarlegar upplýsingar um dagskrá er hér http://blues.is/?page_id=90
Facebook síðan er hér vantar like frá þér? https://www.facebook.com/www.blues.is
Hægt er að hlaða niður plakati hér PDF í A4 og prenta út og hengja upp á töflunni.
Miðasala er jöfn á alla viðburði , enn eru nokkrir Blúsmiðar eftir en þeim fer fækkandi tryggjum okkur miða.
Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði. Hægt er auðvitað að kaupa á staka viðburði.
Miðasala http://midi.is/tonleikar/1/6889
Í dag er afgreiðslustaði midi.is að finna í eftirtöldum verslunum:
Brim, Kringlunni
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Sími: 533 2111
Netfang: brim@brim.is
Opnunartímar
Mánudaga til miðvikudaga 10.00 – 18.30
Fimmtudaga 10.00 – 21.00
Föstudaga 10.00 – 19.00
Laugardaga 10.00 – 18.00
Sunnudaga 13.00 – 18.00
Brim, Laugavegi
Laugavegi 71, 101 Reykjavík
Sími: 551 7060
Netfang: brim@brim.is
Opnunartímar
Mánudaga til fimmtudaga 10.00 – 18.00
Föstudaga 10.00 – 18.30
Laugardaga 10.00 – 17.00
Sunnudaga LOKAÐ
Hér er nýjung. Sú hugmynd er í gangi að vera með lítinn sölumarkað á Blúsklúbbnum, á Blúshátíð í Reykjavík 2012.
Ef þið eruð t.d. með vöru ( svokallað “Beint frá býli”) “Beint frá blúsheimilinu”, þá viljum við gefa fólki tækifæri til að vera með lítil söluborð á tónleikakvöldunum á Hilton Reykjavík Nordica, 3.-5.apríl nk. Hafið samband við Sigríði Maríu í síma 862-2142, eða í pósti á siggamj@hotmail.com ef þið hafið áhuga eða viljið skoða dæmið og heyra meira um það.