Blúshátíð í Reykjavík. miðasala á tix.is tryggðu þér miða hér https://tix.is/is/event/12974/blushati-/
Blúshátíð í Reykjavík laugardaginn 9. apríl. Blúsdagur í miðborginni.
Þá leggur Blúshátíð Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga verður frá Leifsstyttu kl. 14.00. Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser klúbburinn verður með glæsilega bílasýningu. Boðið verður upp á lifandi blús á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00.
Hilton Reykjavik Nordica 13. apríl
Bestu blúsarar landsins!
Blúshátíð í Reykjavík verður með breyttu sniði í ár. Einungis verða einir tónleikar í boði, sannkölluð tónlistarveisla þar sem allir bestu blúsarar landsins koma fram.
Söngkonurnar óviðjafnanlegu Andrea Gylfadóttir, Ragnheiður Gröndal og Stefanía Svavarsdóttir fremja blúsgaldur með Guðmundi Péturssyni, Halldóri Bragasyni, Óskari Loga Ágústssyni og Nick Jameson, þúsund þjala ólíkindatólinu Davíð Þór Jónssyni ásamt Róberti Þórhallssyni bassaleikara og trommuleikaranum taktfasta Ásgeiri Óskarsyni.
Á tónleikunum kemur einnig fram hljómsveitin Bláa höndin en hana skipa þeir Jakob Frímann Magnússon, Guðmundur Pétursson, Jón Ólafsson og Einar Scheving.
Eftir þessa mögnuðu íslensku blúsveislu verður Klúbbur Blúshátíðar starfræktur á Hilton Reykjavík Nordica. Þar heldur fjörið áfram fram eftir nóttu og ævintýri gerast þegar ólíkir tónlistarmenn hræra sannkallaðan blússeið.
Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.ishttp://www.vox.is/