Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019

 

Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019

Í verðlaun er blúsmiði fyrir tvo á alla stórtónleika Blúshátíðar í Reykjavík

 

Spurt er um gítarleikara.

Í ár bætist Grammyverðlaunahafinn Joe Louis Walker í  hóp þeirra gítarjöfra sem heillað hafa unnendur Blúshátíðar með tilfinningaríkum gítarleik í bland við fingrafimi.

Hér koma nokkrir gítarsnillingar sem allir utan einn hafa spilað á Blúshátíð í Reykjavík.

Hakið við nafn þess eina gítarleikara sem aldrei hefur komið fram á hátíðinni.

  • Guitar Shorty
  • Larry McCray
  • Magic Slim
  • Noah Wotherspoon
  • Peter Green

.

Svarið er hægt að senda í tölvupósti á sigurdur.vigfusson@reykjavik.is, eða skila því í sérstakan blúskassa sem liggur frammi í Borgarbókasafninu Grófinni.

Dregið verður úr réttum lausnum laugardaginn 13. apríl á tónleikum Halldórs Bragasonar í hópi valinkunnra blúsara. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 á Bókatorgi Borgarbókasafnsins í Grófinni.

Munið að bara þeir sem verða á staðnum þegar dregið er eiga möguleika á vinningnum.

Comments are closed.