Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Rósenberg 2. febrúar kl 21v Blús til styrktar Ísland-Nepal sem standa að rekstri og skipulagningu barnaheimilsins Blessing Child Welfare Home.

Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Rósenberg 2. febrúar kl 21
Blús til styrktar Ísland-Nepal sem standa að rekstri og skipulagningu barnaheimilsins Blessing Child Welfare Home.

Katanes Sigurður Sigurðsson og félagar, Strákarnir hans Sævars, Dóri Braga , Róbert Þórhalls , og fl.
Hinir árlegu styrktartónleikar Blúsfélags Reykjavíkur verða haldnir á Rósenberg mánudagskvöldið 2. febrúar næstkomandi.
Á tónleikunum, sem hefjast stundvíslega kl. 21.00, koma fram landsþekktir tónlistarmenn jafnt sem óþekktir en efnilegir blúsarar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Ísland-Nepal heimili í Nepal

Kæru Blúsarar
Við í Iceland-Nepal styðjum barnaheimili í Nepal.
Við samanstöndum nú af rúmlega 20 stuðningsfjölskyldum en stefnum að því að verða 41. Stuðningasfjölskyldur fá aðgang að lokaðri facebook grúppu þar sem reikningshald, fréttir og myndir af starfssemi heimilisins er birt.
Með hliðsjón af Barnasáttmála S.Þ. birtum við ekki myndir eða gögn um börnin almennt á netinu en höfum fengið leifi Nepalskra barnaverndayfirvalda til þess að gera það í þröngum hóp.
Stuðningsfjölskyldur fá senda valkröfu í heimabanka sinn frá skráðu félagasamtökunum Iceland-Nepal uppá kr. 5000 mánaðarlega.
Þessir peningar fara allir til Nepal og eru notaðir í húsaleigu, mat, skólagjöld, lækniskostnað og fleira. Fyrir um það bil þremur árum fóru fyrstu Íslendingarnir á heimilið og við erum nú sjö sem höfum farið í heimsókn til þeirra.
Hjónin Bal og Sharmila búa á heimilinu. Þau eru ósköp venjulegt sveitafólk sem eru fyrir tilviljun í þessari aðstöðu og standa sig stórkostlega.
Þau eiga tvö lítil börn sjálf og önnur ellefu búa á heimilinu. Börnin koma öll úr aðstæðum þar sem skólaganga og regluleg læknisþjónusta var útilokuð. Þökk sé stuðningsfjöskyldunum eru þau öll í skóla, búa við öryggi, fá próteinríka fæðu, skó og fatnað.
Rekstur heimilisins er langtímaverkefni en núna langar okkur til þess að koma tölvum og interneti á heimilið. Það mun veita börninum ómetanlegan styrk í framtíðina og auðvelda þeim áframhaldandi skólagöngu. Öll viðbótarframlög fara nú í þetta verkefni og er stuðningur ykkar bluesara innilega velkominn.
Endilega lækið við síðuna okkar til þess að fá fréttir af rekstrinum á:https://www.facebook.com/events/794164070620271/

https://www.facebook.com/pages/Iceland-Nepal/637554842967031?fref=ts

Comments are closed.