Blústilboð á Hilton Reykjavík Nordica

Blústilboð á Hilton Reykjavík Nordica

Blúshátíð – Hilton Reykjavík NordicaBlúshátíð á Hilton Reykjavík Nordica

Blúshátíð í Reykjavík 2014 verður haldin 12. – 17. apríl.  Aðalgestir hátíðarinnar í ár verða Victor Wainwright frá Memphis USA, blúspíanóleikari ársins 2013 ásamt Nick Black gítarleikara.

Blúshátíðin í Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica er eins og alltaf sannkölluð tónlistarveisla, fram koma einnig: Blúskompaní  Magnúsar Eiríkssonar og Pálma Gunnarssonar með KK og fleirum, Egill Ólafsson blúsar með gömlum félögum, Vinir Dóra, Andrea Gylfa, Tregasveitin og fleiri og fleiri.

Blúshátíð á Hilton Reykjavík NordicaVictor Wainwright og félagar
Victor er sjóðheitur, margverðlaunaður tónlistarmaður og ein skærasta stjarnan í blúsheiminum um þessar mundir. Hann hrærir boogie woogie og rokk saman við hefðbundin blús og rám röddin er engu lík. Victor Wainwright var sæmdur hinum virtu verðlaunum “Pinetop Perkins Piano Player of the Year” á síðasta ári. Hann mætir á Blúshátíð með gítarleikara sinn Nick Black.

Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (16., 17. og 18. apríl).

VOX Restaurant
Eins og undanfarin ár verða tekin frá borð á veitingastaðnum VOX fyrir blúshátíðargesti.  Sérstakur matseðill verður af tilefni hátíðarinnar – smelltu hér til að skoða.

Tilboð
Í tilefni Blúshátíðarinnar í Reykjavík býður Hilton Reykjavík Nordica þeim sem ætla að skella á sér á hátíðina upp á frábært gistitilboð dagana 13. – 18. apríl 2014.

  • Eins manns herbergi á kr. 14.900,- á nótt með morgunverði
  • Tveggja manna herbergi á kr. 16.900 á nótt með morgunverði

Fyrir þá sem vilja dekra enn frekar við sig mælum við með að kaupa uppfærslu í Excecutive herbergi fyrir aðeins kr. 15.000,- pr. nótt. Uppfærsla í Excecutive herbergi Plus aðeins kr. 20.000,- pr. nótt.
Innifalið í uppfærslu er aðgangur að Executive Lounge sem er glæsileg setustofa með einstöku útsýni auk þess er þar er boðið upp á léttar veitingar og drykki. Aðgangur að NordicaSpa fylgir einnig við kaup á uppfærslu.  (Uppfærsla í Plus herbergi – útsýni yfir Faxaflóa og Esjuna.)

Skilmálar

  • Þessi pakki er í boði frá 13. – 18. apríl 2014
  • Takmarkaður fjöldi herbergja í boði
  • Gildir ekki með öðrum tilboðum

Nánari upplýsingar og bókanir í síma 444 4000 eða með tölvupósti Res.ReykjavikNordica@hilton.com

Gistu eina nótt og þú færð aðgöngumiða fyrir eitt kvöld
Gistu 3 nætur og þú færð „Blúsmiðann“ með í pakkanum.
Handhafi Blúsmiðans hefur aðgang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði. Miðasala fer fram við inngang alla daga hátíðarinnar en jafnframt er hægt að versla miða á Midi.is. Frekari upplýsingar um dagskrá Blúshátíðarinar í Reykjavík má finna á Blues.is

Comments are closed.