Blúshátíð í Reykjavík 2013 dagskrá

blushatid_midi

Blúshátíð í Reykjavík 2013 verður haldin 23. til 28. mars. Aðalgestir hátíðarinnar í ár verða hjónin Lucky og Tamara Peterson og goðsögnin Guitar Shorty.

Lucky Peterson er ein helsta stórstjarna blússins um þessar mundir og Tamara Peterson er einstaklega fær blússöngkona með hjartað á réttum stað. Guitar Shorty er lifandi goðsögn, blúsmaður af gamla skólanum.

Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 23. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14 – 17. Blúsbelgir, Blúshundar, akstur Blúsvagna Krúserklúbbs Reykjavíkur bílasýning www.kruser.is . Blúsgjörningur ársins , tilkynnt um heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2013 og hátíðin sett !!
Allt getur gerst. Tónleikar á Rósenberg um kvöldið. Urmull óvæntra atriða alla hátíðina.
Þrennir stórtónleikar verða 26. 27.& 28. mars á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld, skírdag.

Miðasala Midi.is

Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir tónleika og þar getur allt gerst.

Lucky012

Þriðjudag 26. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Lucky og Tamara Peterson. Þessi stórkostlega blúshjón fara létt með að trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár. Lucky hefur blúsinn í blóðinu og sönginn í hjartanu gaf út sína fyrstu plötu fimm ára gamall og hefur síðan ekki slegið slöku við. Tamara er blússöngkona eins og þær gerast bestar! Þau koma fram með The Blue Ice Band. Á tónleikunum kemur einnig sveitin Skúli Mennski og Þung byrði sem nýverið gáfu út blúsplötu . Beebee and the Bluebirds kynna efni af væntanlegri plötu.

 

guitar-shorty1Miðvikudagur 27. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Guitar Shorty
er lifandi goðsögn. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Guitar Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix, Muddy
Waters, Koko Taylor, Johnny Winter, Albert King, Junior Wells og James Cotton. Guitar Shorty kemur fram með The Blue Ice Band.,

Stone Stones og Marel Blues Project hita upp  hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Marels  og hefur spilað víða um lönd á vegum fyrirtækisins.

 

Blúsbandið Stone Stones var stofnað árið 2009 fyrir Norden Blues Festival sem haldin er árlega á Hvolsvelli, síðan þá hefur margt runnið til sjávar og eru strákarnir orðnir vel að sér í spilamennsku. Stone Stones hafa komið við á hinum og þessum blúshátíðum um landið og Oddablues í Odda, Noregi. Sveitin er með á efniskránni bæði frumsamda blúsa og blúsperlur vestanhafs. Sveitina skipa Hróðmar á gítar og söng, Steinn Daði á trommur, Birgir á bassa og Arnar Kári á gítar. Sveitin hefur ávallt vakið mikla athygli á tónleikum sínum fyrir líflega sviðsframkomu og einlægni í tónum og tali.

Fimmtudag 28. mars, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
10 ára afmælishátíð Blúshátíðar í Reykjavík
, :Andrea Gylfa, Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal, Björn Thoroddssen, Sigurður Sigurðsson , Mike Pollock, Ásgeir Óskarsson, Langi Seli og Skuggarnir ,Sigurður “Kentár “SigurðssonBerglind Björk Jónasdóttir, Pétur Tyrfingsson og fjöldi annarra lætur blúsljós sitt skína.allt það besta í íslenskum blús!

Fleiri atriði eiga eftir að bætast við

Blúsmiðinn
Handhafi Blúsmiðans hefur aðang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 23. mars, með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum í Hörpu kl. 14 – 17. Tónleikar á Rósenberg um kvöldið. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana.

Miðasala www.midi.is

 


Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá borð fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar.Matargestir VOX fá frátekin borð á tónleikunum kl 20 um kvöldið.VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2

Sími: 444 5050 – vox@vox.is

http://www.reykjavik.nordica.hilton.com

http://www.vox.is

 

Fleiri atriði eiga eftir að bætast við

Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg

vefbordi

Comments are closed.