Hvað segir í kvæðinu? One of these days… I’m gonna show you how nice a man can be! I’m gonna buy you a brand new Cadillac… if you only speak some nice words about me.
Af einhverjum ástæðum hafa menn sem dedúa við klassískar bifreiðir bónaðar tekið ástfóstri við Blúshátíð Reykjavíkur. Kannski ekki undarlegt. Rannsóknir hafa leitt í ljós að blús mun vera sú músik sem fólki þykir best henta geðslaginu þegar aka skal bifreið um langan veg. Og þetta árið kemur Guitar Shorty í bæinn. Það fer gjarnan saman að vera blúsmaður frá Texas, hafa dálæti á höttum og kunna vel við sig í kádiljákum.
[Þetta var lítil prufa til að gá hvort ég geri ekki allt saman rétt… Það er von á einhverjum skrifum næstu daga. PT]