Við gerum heiminn betri með blús

Við gerum heiminn betri með blús.

Það söfnuðust 160.000 kr á síðasta samfélagslega ábyrgu blúskvöldi. Fulltrúar frá Blúsfélagi Reykjavíkur  og tónlistarmenn afhentu í dag Þóru Þórarinsdóttir framkvæmdastjóra Ás styrktarfélags lítið skjal til minja og kynntust starfinu..

Blusfelag-As

Frá vinstri Sigurður Sigurðsson munnhörpuleikari, Halldór Bragason formaður Blúsfélags Reykjavíkur, Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Ás styrktarfélag, Þorsteinn G. Gunnarsson meðstjórnandi Blúsfélags Reykjavíkur og Þorleifur Gaukur sem afhenti skjalið.

Blússveit Jonna Ólafs, Skúli Mennski og co, Halldór Bragason, Gaukur og Siggi Sig með munnhörpudúett, Dirty Deal Blues band, Brimlar,Lame Dudes og fleiri komu fram. Þökkum öllum sem lögðu þessu lið.

Ás styrktarfélag  er sjálfseignarstofnun og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar. Í dag veitir Ás styrktarfélag  hátt á þriðja hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Starfsmenn félagsins eru um. 212 í rúmlega 131 stöðugildi.

Í mars 2001 urðu tímamót í sögu félagsins þegar undirritaður var þjónustusamningur milli félagsmálaráðuneytisins, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og Áss styrktarfélags. Þessi samningur skiptir höfuðmáli fyrir rekstur félagsins. Von er bundin við að í framtíðinni geti félagið haldið áfram að stuðla að frekari uppbyggingu í málaflokknum með sjálfsaflafé sem það aflar af sölu happdrættismiða, jóla- og minningarkorta, gjöfum frá fyrirtækjum og styrktaraðilum, auk félagsgjalda frá félagsmönnum sem nú eru yfir 800 á skrá. Stuðningur við félagið er því mikilvægur til þess að það geti stuðlað að öflugu uppbyggingastarfi í málaflokknum.

Ás styrktarfélag er í góðu samstarfi við helstu þjónustuaðila. Meðal annars tekur það þátt í samstarfshópum Velferðasviðs Reykjavíkur um atvinnu- og búsetumál fatlaðra í Reykjavík. Félagið er aðili að og á fulltrúa hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, Öryrkjabandalagi Íslands og stjórn Skálatúnsheimilisins og Fræðslu fyrir Fatlaða og Aðstandendur (FFA) en það er samstarfsteymi. Sjálfsbjargar og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Þroskahjálpar.

Comments are closed.