Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 3. desember á Kaffi Rósenberg
Tregasveitin og Blússveit Reykjavíkur leika.
Blúsfélag Reykjavíkur hefur haldið úti blúskvöldum fyrsta mánudag í hverjum mánuði frá 2008. Mætum öll á blúskvöldin okkar og tökum einhvern með sem hefur ekki komi áður.
Tregasveitin hefur lifað í fersku minni þeirra sem stunduðu blústónleika á síðustu öld og verið sárt saknað síðan
í sveitinni eru sem áður
Pétur Tyrfingsson söngvari og gítarleikari,
Sigurður Sigurðsson söngvari og munnhörpuleikari,
Guðmundur Pétursson gítarleikari,
Stefán Ingólfsson bassaleikari og
Jón Borgar Loftsson trommuleikari.
Að þessu sinnni mun Sigurður Guðmundsson, öðru nafni
Siggi Hjálmur leika á Hammond orgel.
Blússveit Reykjavíkur skipuð Pálma Steingrímssyni (söngur og kassagítar), Sigurði Sigurðssyni (munnharpa), Tyrfingi Þórarinssyni (gítar), Gunnlaugi Má Péturssyni (gítar), Birni Loga Þórarinssyni (bassi) og Hreiðari Júlíussyni (trommur).