Tónleikar til heiðurs Stevie Ray Vaughan verða haldnir á Rosenberg miðvikudaginn 3. október á afmælisdegi meistarans.
Hljómsveitin Tvöföld vandræði ásamt góðum gestum tekst á við helstu lög gítarsnillingsins.
Smári Tarfur opnar kvöldið með kassagítarinn að vopni
Sérstakir gestir: Páll Rósinkranz og Matthías Stefánsson
Tvöföld vandræði:
Hjörtur Stephensen gítar
Friðrik Júlíusson trommur
Ingi S. Skúlason bassi
Bergþór Smári söngur/gítar