Blúsveislan á Hilton Reykjavík Nordica
Nú er komið að því! Fyrstu tónleikar Blúshátíðar í Reykjavík þriðjudagskvöldið og þeir lofa sannarlega góðu. Þá kemur Emil Arvidsson frá Svíþjóð og spilar stórskemmtilega blús eins og hann er þekktur fyrir. Við heyrum líka í blúsaðasta bandi Músíktilrauna og snillingunum Davíð Þór Jónssyni, Guðmundi Péturssyni og Þorleifi Gauki Davíðssyni sem flytja blúsbræðinginn Fantasy Overture.
Joe Louis Walker er goðsögn í lifanda lífi og aðal gestur Blúshátíðar í ár. Hann er af mörgum talinn besti blústónlistarmaður samtímans. Hann spilar miðvikudagskvöldið 17. apríl. Fyrir hlé bjóða Strákarnir hans Sævars upp á kraftmikla blúsveislu þar sem rokkskotinn blús verður fyrirferðarmikill.
Lokakvöld Ástsælasta blúshljómsveit landsmanna, Vinir Dóra heldur upp á 30 ára starfsafmæli sitt fimmtudaginn 18. apríl. Vinirnir bjóða til sín gestum og meðal þeirra eru Andra Gylfadóttir, Davíð Þór Jónsson, Þorleifur Gaukur Davíðsson, Rubin Pollock og Pétur Tyrfingsson. Þetta partý verður seint toppað. Fyrir hlé leika GGblús, þeir Guðmundur Jónsson og Guðmundur Gunnlaugsson. Uncle John Jr. hefur leik á þessu magnaða kvöldi.
Tónleikar Blúshátíðar eru á Hilton Reykjavík Nordica og þeir hefjast stundvíslega klukkan 20.00.
Miðasala er á midi.is og við dyrnar tónleikadagana frá kl 19 en þá opnar húsið. Hægt er að kaupa á stök kvöld eða Blúsmiðann sem gildir á öll kvöldin takmarkað magn Blúsmiða er í sölu.
Kaupa miða
Blúshátíð í Reykjavík hressir, bætir og kætir