Fyrstu stórtónleikar Blúshátíðar verða á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld þriðjudag

Blúshátíð í Reykjavík 2015 Kaupa miða

10711148_765018550202366_9063772316842028470_nBLÚSHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2015 Í PÁSKAVIKUNNI. Hátíðin er helguð 100 ára fæðingarafmæli Muddy Waters og Wille Dixon.

 

Fyrstu stórtónleikar Blúshátíðar verða á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. 
KK band sem lofa öllu sínu allra besta á Blúshátíð 2015. Blúsband Björgvins Gíslasonar. Gítargoðið Björgvin Gíslason fer fyrir flokki eintómra snillinga. Á tónleikunum kemur einnig fram hljómsveitin Deffice sem valin var Blúsaðast band Músíktilrauna 2015.
Miðasala við innganginn frá klukkan 19.00

 

Miðvikudaginn 1. apríl kl. 20.00 – Hilton Reykjavík Nordica 
Bob Margolin, Bob Stroger og Blue Ice band. Margolin er margverðlaunaður tónlistarmaður sem hefur haft mikil áhrif á Chicaco-blúsinn síðustu áratugina og Bob Stroger er hugsanlega besti bassaleikari blússögunnar.
Dagur Sigurðsson kemur fram á tónleikunum ,Uncle John jr. og fleiri
Miðasala við innganginn frá klukkan 19.00

 

Fimmtudaginn 2. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica 
Debbie Davis og Blue Ice Band. Debbie er einhver áhrifamesta kona blústónlistarinnar undanfarna áratugi. Hún er margverðlaunaður gítarleikari sem jöfnum höndum kemur fram með eigin hljómsveit eða heimsþekktum blústónlistarmönnum.
Vintage Caravan og fleiri íslenskir tónlistarmenn koma fram á tónleikunum.

 

Miðasala við innganginn frá klukkan 19.00

 

Björgvin

Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborgwww.visitreykjavik.is

blues_logos

 

Comments are closed.