Tag: # blues

  • Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019

     

    Blúsgetraun Borgarbókasafns og Blúshátíðar í Reykjavík 2019

    Í verðlaun er blúsmiði fyrir tvo á alla stórtónleika Blúshátíðar í Reykjavík

     

    Spurt er um gítarleikara.

    Í ár bætist Grammyverðlaunahafinn Joe Louis Walker í  hóp þeirra gítarjöfra sem heillað hafa unnendur Blúshátíðar með tilfinningaríkum gítarleik í bland við fingrafimi.

    Hér koma nokkrir gítarsnillingar sem allir utan einn hafa spilað á Blúshátíð í Reykjavík.

    Hakið við nafn þess eina gítarleikara sem aldrei hefur komið fram á hátíðinni.

    • Guitar Shorty
    • Larry McCray
    • Magic Slim
    • Noah Wotherspoon
    • Peter Green

    .

    Svarið er hægt að senda í tölvupósti á sigurdur.vigfusson@reykjavik.is, eða skila því í sérstakan blúskassa sem liggur frammi í Borgarbókasafninu Grófinni.

    Dregið verður úr réttum lausnum laugardaginn 13. apríl á tónleikum Halldórs Bragasonar í hópi valinkunnra blúsara. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 á Bókatorgi Borgarbókasafnsins í Grófinni.

    Munið að bara þeir sem verða á staðnum þegar dregið er eiga möguleika á vinningnum.

  • Blúshátíð klikkar ekki!

    Blues2018-facebook-timeline

    Blúshátíð klikkar ekki!

    midilogo

    Kaupa miða 

    Á Blúshátíð í Reykjavík verða þrennir stórtónleikar með tónlistarmönnum á heimsmælikvarða.

    Blúshátíð býður upp á Larry McCray sem hefur verið valinn besti blúsleikari Bandaríkjanna, hina kraftmiklu Lauru Chavez  sem er einn besti blúsgítarleikari samtímans og söngkonuna Inu Forsman sem vakið hefur eftirtekt og aðdáun fyrir túlkun og kraftmikla rödd.

    Einnig sýna bestu blúsmenn landsins sitt allra besta á hátíðinni og klúbburinn verður opinn fram eftir morgni.

    Blúsmiðinn sem veitir aðgang að öllum þrennum tónleikunum kostar einungis 11.990 krónur. Á staka tónleika kostar aðeins 5.490.

     

  • Miðasala á midi.is. Blúshátíð í Reykjavík 2018

    Miðasala er hafin á midi.is hér https://midi.is/concerts/1/10385/Blushatid_2018

    Blues2018-facebook-timeline

    Blúshátíð í Reykjavík 27. til 29. mars.
    Á Blúshátíð í Reykjavík 2018 verða þrennir stórtónleikar á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilviku, á þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagskvöld:

    Blúsmiðinn 
    Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn í boði, fyrstir kaupa fyrstir fá.

    Stórtónleikar þriðjudaginn 27. mars kl. 20.00.
    Laura Chavez og Ina Forsman – Beggi Smári og Nick Jameson – Blúsaðasta band Músíktilrauna

    Blúshátíð í Reykjavík hefst með látum enda er engin logmolla í kringum Lauru Chavez og Inu Forsman, þvert á móti. Ina Forsman kom eins og hressandi hvirfilbylur inn í blúsheiminn og hefur frá fyrsta degi vakið eftirtekt og aðdáun fyrir túlkun, kraft og rödd sem þykir bæði vera undur mjúk og ansi hrjúf. Laura Chavez er frábær gítarleikari, sögð vera einn besti blúsgítarleikari samtímans og stendur fyllilega undir því, kraftmikil og ljóðræn í senn. Áhorfendur um allan heim hafa kolfallið fyrir spilagleði og líflegri sviðsframkomu þeirra.

    Fyrir hlé ráða Beggi Smári og Nick Jameson ríkjum á stóra sviðinu ásamt Friðriki Júlíussyni á trommur Pétri Sigurðssyni á bassa. Á matseðlinum er kraftmikill blús, fjör og vænn skammtur af bráðsmitandi stemningu. Allra fyrst á sviðið verður blúsaðasta band Músíktilrauna 2018. Þetta er spennandi!

    Stórtónleikar miðvikudaginn 28. mars kl. 20.00.
    Larry McCray og The Blue Ice band – Langi Seli og Skuggarnir – Lúðrasveitin Svanur

    Gítarleikarinn, söngvarinn og lagahöfundurinn Larry McCray hefur verið leiðandi í bandarískum blús síðustu 25 árin. Larry hefur verðskuldað verið valinn besti blúsleikari Bandaríkjanna og það verður sannkölluð upplifun að sjá hann á Blúshátíð. Strákarnir í The Blue Ice Band iða í skinninu eftir því að fá spila með  þessum snillingi.

    Langi Seli og töffararnir í Skuggunum trylla gesti hátíðarinnar með nýju efni og eldi smellum fyrir hlé en fyrst mun brassið ráða ríkjum. Já, Lúðrasveitin Svanur hitar fólk upp með sannkölluðum New Orleans bræðingi. Þetta er uppskrift að fjöri!

    Stórtónleikar fimmtudaginn, 29. mars, kl. 20.00.
    Íslenskur blús í hæsta gæðaflokki

    Á skírdagskvöld verður boðið upp á íslenska blúsveislu sem getur ekki klikkað. Fyrir hlé leiðir Tryggvi Hübner hljómsveit þar sem Haraldur Þorsteinsson er á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommum og Magnús Jóhann á hljómborð. Flestir þeirra voru í hljómsveitinn EIK og nokkur lög þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar munu heyrast á hátíðinni.

    Eftir hlé bætast fleiri stjörnur í hópinn; Björgvin Gíslason, Sigurður Sigurðsson, Davíð Þór Jónsson, Guðmundur Pétursson, Óskar Logi, Stefanía Svavarsdóttir, Halldór Bragason, Róbert Þórhallsson og fleiri og fleiri. Á sviðinu verður rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum sem bjóða upp á blús af bestu sort. Þetta verður ekki betra!

    Klúbbur Blúshátíðar verður opinn á Hilton Reykjavík Nordica eftir alla tónleikana og þar gerast undur og stórmerki. Reynsluboltar, ungliðar og frægir leynigestir hræra saman   þjóðlegum íslenskum blús, Mississippi blús, rokki og öðrum skemmtilegheitum fyrir lífsglaða nátthrafna.

    Blúshátíð í Reykjavík hefst laugardaginn 24. mars með Blúsdegi í miðborginni þar sem  Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2018. Boðið verður upp á lifandi blús víða á Skólavörðustígnum frá klukkan 14.00 til 16.00. Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á kjúklingavængi og fleira.

    Tónleikar á Borgarbókasafni kl. 16.00.
    Facebook https://www.facebook.com/www.blues.is

    Eins og undanfarin ár aðeins er tekin frá sæti fyrir matargesti VOX. Veitingahúsið VOX á Hilton Reykjavík Nordica ætlar að bjóða uppá sérstakan matseðil í tilefni Blúshátiðar. Matargestir VOX fá frátekin sæti á tónleikunum kl 20 um kvöldið. VOX restaurant / bistro – Hilton Reykjavik Nordica – Suðurlandsbraut 2 Sími: 444 5050 – vox@vox.is http://www.vox.is/

    Hátíðin er styrkt af Reykjavíkurborg.

    logosupa

  • Vinir Dóra Jólablús 17. des kl 21 Hallveigarstígur 1

    Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson söngvari, gítarleikari, Ásgeir Óskarsson söngvari, trommuleikari og Jón Ólafsson söngvari, bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi

    frim
    Miðaverð á tónleika er 2500.
    Hægt er að panta fyrirfram mat og borð sími rekstraraðila Hallveigarstígur 1 Iðnaðarmannahúsið 5175020 húsið opnar kl 19

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.

    Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.

    Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar.

    Endilega mætum vel og styðjum við litla félagið okkar . Þetta stefnir í rétta átt og tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

    Kveðja
    Blúsfélag Reykjavíkur