Heiðursfélagar

2004 – Magnús Eiríksson

Magnús Eiríksson fyrsti heiðursfélagi blúsfélags reykjavíkur. 2004

 

 

 

 

 

 

 

2005 – Björgvin Gíslason

Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari afhenti honum viðurkenninguna og sagði meðal annars ” Oftast var ég að fara til þess að hlusta á goðið mitt sem brosti breitt með Gibson SG framan á vömbinni. Maður sogaði í sig hverja nótu af áfergju því aldrei klikkaði gítaristinn sem í mínum huga stóð samhliða þeim bestu erlendis. Sú skoðun mín hefur ekki breyst.Það var greinilegt hvert hann sótti efniviðinn í sólóin sem voru ættuð beint frá blúsnum enda sóttust þekktir blúsarar eins og Gatemouth Brown eftir nærveru hans seinna. Árum saman hefur einlægur blússpuni hans fengið hárin til þess að rísa á áheyrendum þegar hann hefur tekið þátt í blúskvöldum og blúshátíðum. Hver nóta kemur frá hjartanu og sama gildir um skoðanir hans á tilverunni. Hann gerir alltaf það sem hjartað býður honum þó svo að vitað sé að hann hagnist síður á því fjárhagslega eða á annan hátt. Hann er því blúsari af lífi og sál og gerir allt af tilfinningu og nákvæmni “
2006 – Andrea Gylfadóttir

Árið 2006 veitti Blúsfélag Reykjavíkur Andreu Gylfadóttir viðurkenningu og gerði að heiðursfélaga fyrir framlag sitt til blústónlistar á Íslandi. Andrea Jónsdóttir útvarpskona afhenti verðlaunin.

 

 

 

2007 – Kristján Kristjánsson

skrifað 2007 Blúsfélag Reykjavíkur sæmdi í dag tónlistarmanninn KK, Kristján Kristjánsson Blúsmann ársins, við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2007 á Nordica Hotel, en Blúsfélgaið er systurfélag Blúshátíðarinnar.KK hefur árum saman verið í fararbroddi í blústónlist á Íslandi, og sló í gegn með tónlist sinni í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Þrúgum reiðinnar eftir John Steinbeck á sínum tíma.  KK hefur gefið út fjölmargar plötur með tónlist sinni og annarra á liðnum árum og átt í farsælu samstarfi við aðra listamenn, einkum Magnús Eiríksson, og systur sína Ellen Kristjánsdóttur. Fyrir tveim árum lék KK á Blúshátíð í Reykjavík með Svíþjóðarbandi sínu, The Grinders við mikinn fögnuð. Á síðasta ári gaf hann út plötuna Blús, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda.  KK kemur fram á Blúshátíð í ár.Blúshátíð í Reykjavík er nú haldin í fjórða sinn, en þeir sem áður hafa hlotið þessa heiðursnafnbót eru Magnús Eiríksson (2004), Björgvin Gíslason (2005) og Andrea Gylfadóttir (2006).

 

 

2008 – Ásgeir Óskarsson  

Ásgeir Óskarsson heiðursfélagi blúsfélagsins árið 2008

Dóri Braga afhendir Ásgeiri heiðursskjalið

Ásgeir Óskarsson trommuleikari hefur verið valinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur í ár.  Þetta var tilkynnt við opnun Blúshátíðar í Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica.  Með viðurkenningunni frá Blúsfélaginu fylgdi forláta Gretch trommusett af bestu gerð í þakklætisvott fyrir framlag til blústónlistarinnar.  Ásgeir er einn virtasti trommari á Íslandi og hefur hann spilað með flestum stærstu hljómsveitum og tónlistarmönnum Íslands.

 

 

 

 

2009 – Pinetop Perkins

Pinetop Perkins er íslenskum blúsunnendum að góðu kunnur, hann spilaði um tíma með íslenskum blúsmönnum, Blue Ice Band (Vinir Dóra), í Chicago fyrir miðjan tíunda áratuginn, og spilaði einnig með þeim hér á landi. Hann hefur sjálfur sagt plötuna sem hann gaf út með Blue Ice Band  Vinum Dóra, sína bestu. Sú plata er mikið fágæti platan hefur lengi verið uppseld og ófáanleg. Það má því segja að Pinetop Perkins sé guðfaðir blústónlistarinnar á Íslandi.

 

 

 

 

2010 – Deitra Farr

Deitra Farr hefur hlotið fjölda verðlauna og komið fram á blúshátíðum um allan heim. Hún kom hingað til lands árið 1992 og  fór í tónleikaferð með Vinum Dóra og hljóðritaði með þeim lög á diskinn ” Mér líður vel” . Þá var hún ung og efnileg en nú er hún orðin ein af bestu blússöngkonum heims.  Nánari upplýsingar um Deitru má finna á   www.deitrafarr.com .

 

 

2011  Guðmundur Pétursson 

Guðmundur Pétursson var valinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur árið 2011. Guðmundur Pétursson er listamaður sem vart þarf að kynna, því árum saman hefur hann verið í metum sem einn besti gítarleikari landsins. 2008 sendi hann frá sér plötuna Ologies. Honum til halds og trausts þar eru m.a. Matthías Hemstock trommu- og slagverksleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari og Styrmir Hauksson hljóðhönnuður. Guðmundur semur alla tónlist sem er undir margvíslegum áhrifum úr heimi rokk, jazz, blús, kvikmynda-, heimstónlistar og óhefðbundinnar tónlistar.

2012 Pétur Tyrfingsson

fyrir að kynna og stuðla að uppgangi blústónlistarinnar á Íslandi. Hann hélt lengi úti vikulegum útvarpsþáttum um blús og eftir hann liggur fjöldi greina um sögu þessarar tónlistar. Þá hefur hann jafnframt spilað blús með Tregasveitinni ásamt syni sínum Guðmundi Péturssyni

 

2013 – Halldór Bragason

Harpablusfelag

Halldór Bragason, sem er upphafsmaður Blúshátíðarinnar, hefur unnið ötullega að vexti og viðgangi tónlistarinnar á Íslandi í árartugi. Hann hefur komið að blúshátíðum víða um land, staðið fyrir námskeiðum og kennt fjölda manns að njóta og spila blús. Halldór hefur spilað og hljóðritað með mörgum virtustu blústónlistarmönnum samtímans, bæði á Blúshátíð í Reykjavík og erlendis, ýmist einn eða með hljómsveitunum sínum Vinum Dóra og The Blue Ice Band.

2014 Jón Ólafsson
Jonolafs2014 var Jón Ólafsson bassaleikari útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur fyrir framlag sitt blústónlistarinnar á Íslandi.

Blústónlistinn hefur fylgt Jóni allan hans tónlistarferil. Hann vakti fyrst athygli sem bassaleikari Tatara, þá 16 ára gamall. Síðan hefur hann spilað með mörgum þekktustu og vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Pelican, Póker, Start og Vinum Dóra.