Styrkur Blúsfélags Reykjavíkur til Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun afhentur í Konukoti.

Þökkum öllum sem lögðu þessu lið. Við gerum heiminn betri með blús.konukot2medium                                   Styrkur til verkefnis Rauða krossins Frú Ragnheiður afhentur í Konukoti.                                               Frá vinstri Kristen Mary Swenson, Svala Jóhannesdóttir Verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun og Konukots , Þorsteinn G. Gunnarsson og Halldór Bragason Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með vímuefnavanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi.Frú Ragnheiður – skaðaminnkun hóf göngu sína árið 2009 og síðan þá hafa um 500 einstaklingar leitað til okkar.nánar um starfið http://www.raudikrossinn.is/page/rki_reykjavikurdeild_fruragnheidur

mynd frá blúskvöldinu eftir Ástu Magg

bluskvold

Blúshátíð í Reykjavík 2016 miðasala á midi.is

Blúshátíð í Reykjavík 2016 19. til 25. mars.

Að vanda verða þrennir stórtónleikar á Reykjavík Hilton Nordica í dymbilviku, miðvikudags- fimmtudags og föstudagskvöld:

Miðasala er á midi.is

midilogo

Dúndrandi stemning á Klúbbi Blúshátíðar á hótelinu eftir alla stórtónleika þar sem allt getur gerst.

Blúsmiðinn 

Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

Stórtónleikar miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00.

Chicago Beau með Vinum Dóra, Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin og Primecake

Blúshátíð hefst með látum. Blúsjöfurinn Chicago Beau, heiðursgestur hátíðarinnar, kemur fram á opnunarkvöldinu með Vinum Dóra. Chicago Beau var tíður gestur hérlendis á árunum 1991 til 1995 og hann ferðaðist með hljómsveitinni víða um lönd. Nú getur áhugafólk um blústónlist endurupplifað galdurinn sem ávallt verður þegar Chicago Beau og Vinir Dóra spila saman.

Fyrir hlé verður gítarblúsinn í aðalhlutverki þegar Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin spila lög af plötu Sigurgeirs í bland við blúsa frá Deep Purple og Garry Moore. Í draumasveitinni eru kanónur á borð við Ásmund Jóhannsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Þórir Úlfarsson á hljómborð stórsöngvarann Pál Rósinkrans.

Ungliðarnir í Primecake hefja tónleikana, það er flott byrjun á góðri hátíð.

Stórtónleikar á skírdag, fimmtudaginn 24. mars kl. 20.00.

Candye Kane og Laura Chavez, Þorleifur Gaukur and the Berklee youngbloods og Reykjavík Hipshakers

Candye Kane kom eins og hressandi hvassviðri inn í blúsheiminn þar sem tekið var eftir henni frá fyrsta degi. Eftir að hafa gefist upp á námi í óperusöng skellti hún sér af krafti í pönktónlistina en áttaði sig síðar á að blúsinn var hennar. Candye Kane hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir tónlistarsköpun sína og hún hlakkar til að koma á Blúshátíð í Reykjavík.

Gítarleikarinn Laura Chavez hefur verið kölluð arftaki Stevie Ray Vaughn og hún stendur fyllilega undir því, kraftmikil og ljóðræn í senn. Áhorfendur um allan heim hafa kolfallið fyrir spilagleði og líflegri sviðsframkomu þeirra.

Þorleifur Gaukur munnhörpuleikarinn knái hefur verið við tónlistarnám við Berklee háskólann og hann hefur dregið til landsins félaga sína úr skólanum. Þetta eru blúsmenn framtíðarinnar sem kalla sig Berklee youngbloods og hita upp fyrir Candye Kane og Lauru Chavez

Dagskráin hefst með Reykjavík Hipshakers, velmannaðri stórsveit sem matreiðir ferskan blús með kryddum úr Boogie Woogie og Ska tónlist með dassi af brassi.

Stórtónleikar föstudaginn langa, 25. mars kl. 20.00.

Frábær íslenskur blús

Rjóminn af íslenskum blústónlistarmönnum kemur fram á lokakvöldi Blúshátíðar og bjóða upp á fjölbreyttustu íslensku blúsveislu sögunnar. Meðal flytjenda má nefna Andreu Gylfadóttur, KK, Ragnheiði Gröndal, Halldór Bragason, Guðmund Pétursson, Björn Thoroddsen og fleiri og fleiri og miklu fleiri. Þetta verður sannkölluð árshátíð íslenskra blúsista.

Það er leitun að bandi sem er meira töff en Hráefni sem hefja leik á lokakvöldinu. Valdimar Örn Flygerning syngur og spilar á gítar, Þorleifur Guðjónsson plokkar kontrabassa, Bergþór Morthens gítar og Þórdís Claessen lemur trommur. Það þarf ekki að segja meira.

Blúshátíð í Reykjavík 2016

dagskrá með fyrirvara um breytingar

Blús í miðbænum laugardagur 19.mars.

• Laugardaginn 19. mars kl 14.00 setning Blúshátíðar á Skólavörðustíg bílasýning, grill hjá Ófeigi gullsmið og blúsdjamm 14-16 • Tónleikar Borgarbókasafn kl 16-17

Sunnudagur 20.mars

Borgarbókasafn kl 15 – 16, • Rithöfunda djamm og sagðar blússögur Chicago Beau , Árni Þórarinsson, Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson

Mánudagur 21.mars

Blúskvöld Café Rosenberg kl 21 – 23.

Strákarnir hans Sævars og Siggi Sig

Tómas Ragnarsson og Götustrákarnir,

Þriðjudagur 22.mars

frá kl 20 – 22, Blúskjallarinn blúsdjamm hjá Íslenska Cadillac Klúbbnum

Davíð Þór Jónsson, Tryggvi Hubner og fleiri

Miðvikudagur 23.mars

Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

• Chicago Beau & Vinir Dóra

•Sigurgeir Sigmundsson og Draumasveitin.

• •Primecake

Klúbbur Blúshátíðar á Hilton

Fimmtudagur 24. mars

Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

• Candye Kane and Laura Chavez

• Þorleifur Gaukur & the Berklee youngbloods

• Reykjavik Hipshakers! .

 Föstudagur 25.mars

Stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica kl 20

•Frábær íslenskur blús

Andrea Gylfadóttir, KK, Ragnheiður Gröndal, Halldór Bragason, Guðmundur Pétursson, Björn Thoroddssen, Róbert Þórhallsson, Davíð Þór Jónsson. Birgir Baldursson og fl.

• Hráefni Valdimar Örn Flygenring og co

 

Klúbbur Blúshátíðar

facebook https://www.facebook.com/www.blues.is

Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborg www.visitreykjavik.is

Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Tónlistarsjóði

 

Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Rósenberg 1. febrúar kl 21

Blús til styrktar verkefni sem heitir Frú Ragnheiður. 
Sigurður Sigurðsson munnharpa söngur, Jón Ólafsson bassi söngur, Halldór Bragason gítar söngur, Tryggvi Hubner gítar. Birgir Baldursson trommur.

King1

Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með vímuefnavanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi.

Frú Ragnheiður – skaðaminnkun hóf göngu sína árið 2009 og síðan þá hafa um 500 einstaklingar leitað til okkar.

Starfsemin byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar (Harm Reduction) sem beitt er víða í stórborgum Evrópu og Norður-Ameríku í vinnu með einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Alþjóðleg samtök um skaðaminnkun leggja fram eftirfarandi skilgreiningu: „Skaðaminnkun vísar til stefna, verkefna og verklags sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra vímuefna án þess endilega að draga úr vímuefnanotkun. Skaðaminnkun gagnast fólki sem notar vímuefni, fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi og samfélaginu í heild. Það sem einkennir þessa leið er áherslan á að fyrirbyggja skaða fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Þannig hefur skaðaminnkun sterka skírskotun til lýðheilsu og mannréttinda.”

Þjónustan í Frú Ragnheiði er tvíþætt.
Annars vegar er þar starfrækt hjúkrunarmóttaka, þar sem einstaklingar geta komið og fengið heilbrigðisaðstoð eins og aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu, saumatöku og almenna heilsufarsráðgjöf.
Hins vegar er boðið upp á nálaskiptaþjónustu, þar sem einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, nálabox og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í nálaskiptaþjónustunni eru einnig aðgengi að smokkum og skaðaminnkandi ráðgjöf um öruggari leiðir í sprautunotkun og smitleiðir á HIV og lifrarbólgu. Að auki eru hægt að skila notuðum nálaboxum til okkar í förgun. Frú Ragnheiður er í samstarfi við Landspítalann um förgun á nálaboxum.

Markmið verkefnisins er að draga úr sýkingum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda einstaklingum aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og öðrum sprautubúnaði og almennri fræðslu um skaðaminnkun. Þannig er hægt með einföldum og ódýrum hætti að draga verulega úr líkum á að einstaklingur þurfi í framtíðinni á kostnaðarsamri heilbrigðisþjónustu að halda, sem og auka lífsgæði hans miðað við aðstæður.

Verkefnið byggir á sjálfboðnu starfi fjölbreytts hóps einstaklinga sem standa að meðaltali tvær vaktir í mánuði. Stærsti einstaki faghópur sjálfboðaliða eru hjúkrunarfræðingar, einnig eru læknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðinemar og aðrir reynslumikli einstaklingar.

Frú Ragnheiður hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2015

Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 19. mars. – 25. mars 2016.

Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 19. mars. – 25. mars 2016.

Það er stefna Blúshátíðar í Reykjavík að gefa sem flestum, gömlum jafnt sem ungum og efnilegum sveitum, körlum og konum, tækifæri á að spila á Blúshátíð.

Um er að ræða spilamennsku á Klúbbi Blúshátíðar 19.3 – 25.3, Blúsdegi í miðbænum 19.3. og á aðalsviði Blúshátíðar á stórtónleikunum á Hilton Reykjavik Nordica. og víðar.

Blúshátíð afgreiðir umsóknir með hagsmuni hátíðarinnar í huga, bæði hvað varðar spilastað og tíma.

Vinsamlega takið fram í umsókninn hvort listamaðurinn eða hljómsveitin spilar á höfuðborgarsvæðinu mánuð fyrir hátíðina eða frá 19. febrúar 2016.

Umsækjendur fylli út þetta eyðublað og senda á netfangið bluesfest@blues.is merkt umsókn.  Sendið umsókn sem fyrst, ef áhugi er fyrir hendi, en eigi síðar en 20. janúar 2016 en þá rennur umsóknarfrestur út.

Látið „æviágrip“ sveita eða flytjanda fylgja með umsókninni og stutta lýsingu á sveitinni/flytjandanum. Endilega látið góðar myndir í fjölmiðlaefni fylgja með.

Forsvarsmaður:

Fullt heimilisfang:

Heimasími:

GSM sími:

Kennitala:

Netfang:

Lýsing á dagskrá, „æviágrip“sveitar/flytjanda

Flytjendur: (nöfn, hljóðfæri kennitala)

Burksmainpic

Vinir Dóra Jólablús 17. des kl 21 Hallveigarstígur 1

Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson söngvari, gítarleikari, Ásgeir Óskarsson söngvari, trommuleikari og Jón Ólafsson söngvari, bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi

frim
Miðaverð á tónleika er 2500.
Hægt er að panta fyrirfram mat og borð sími rekstraraðila Hallveigarstígur 1 Iðnaðarmannahúsið 5175020 húsið opnar kl 19

Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.

Í miðjum erli aðventunnar, bjóða Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á, njóta og hlusta á lifandi blúsgjörning. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.

Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar.

Endilega mætum vel og styðjum við litla félagið okkar . Þetta stefnir í rétta átt og tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

Kveðja
Blúsfélag Reykjavíkur

Reykjavik Guitarama í Háskólabíói laugardaginn 3. október klukkan 20. Miðasala á Midi.is

Reykjavík Guitarama – í fyrsta sinn á Íslandi

International Guitarfest

Al Di Meola – Robben Ford – Björn Thoroddsen – Peo Alfonsi – Brynhildur Oddsdóttir ofl.

Á Reykjavík Guitarama stíga á stokk vel valdir gítarleikarar og sýna hvað má galdra úr hljóðfærinu. Björn Thoroddsen stýrir hátíðinni sem hefur þegar verið haldin í Kanada, Noregi og Bandaríkjunum og eru gestir hans ekki af verri endanum. Einn virtasti gítarsnillingur allra tíma, Al Di Meola, hefur boðað komu sína, en hann er einna þekktastur fyrir plötuna Friday Night in San Francisco. Sömuleiðis mun ameríska blússtjarnan Robben Ford spila á Guitarama, en hann hefur 5 sinnum verið tilnefndur til Grammy verðlauna. Frá Italíu mætir Peo Alfonsi og blúsarinn Brynhildur Oddsdóttir leikur á gítar fyrir hönd Íslands, ásamt Birni sjálfum sem þarf vart að kynna, enda einn afkastamesti gítarleikari íslensku tónlistarsögunnar. Á trommum verður Jóhann Hjörleifsson og Róbert Þórhallsson á bassa.

 

Miðasala midi.is 

Vetrarstarfið að hefjast í áttunda sinn. Blúskvöldin verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Rósenberg.

Björgvin

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur 5. október 2015 kl 21:00 Björgvin Gíslason og hljómsveit: Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Sigurður Sigurðsson, Jens Hanson og Tómas Jónsson gera allt vitlaust .

Bjöggi Gísla hefur í áratugi mundað gítarinn með vinsælum hljómsveitum, listamönnum og sem sólólistamaður. Björgvin er talinn með betri gítarleikurum sem Ísland hefur alið af sér og hefur blúsinn verið fyrirferðamikill á ferlinum.
Mætum öll á blúskvöldin okkar og tökum einhvern með sem hefur ekki komið áður.

Þökkum öllum nær og fjær fyrir komuna á Blúshátíð í Reykjavík 2015. Sjáumst á sama tíma að ári.

Blues2015_facebook
Þökkum öllum nær og fjær fyrir komuna á Blúshátíð í Reykjavík 2015. Þökkum öllum sem lagt hafa okkur lið og styrktaraðilum stuðninginn við að gera þetta að veruleika. Gleðilega Páska !

Hrafnhildur Borgþórsdóttir skrifar
“BLÚSHÁTIÐAR REUNION
Í gærkvöldi var hjartað mitt fullt af ljúfsárum trega þegar ég labbaði út um hringhurðina á Hilton Nordica, endaði þar með Blúshátíð 2015 sem er búin að gefa mér stórkostlega gleði og heilunar gjöf eins og allar hinar í gegnum árin.
Eftir stórtónleikana inn í sal tekur við þessi dásamlegi Blúsklúbbur frammi með öllum sínum stórskemmtilegu gjörningum allra sem langar að spila og syngja enn meiri Blús, og okkur hin sem langar að fylla enn betur á fyrir svefninn og vorið sem bíður handan við hornið.
Hvað mig snertir er Blúsklúbburinn ekki síður yndislegur fyrir þær sakir hvað gaman er að hitta “fólkið mitt” sem ég hitti jafnvel aðeins á Blúshátíð, eða Blúskvöldunum góðu, en þekki samt svo vel í hjarta mér þó undarlegt sé.
Knúsa og skiptast á skoðunum um okkar upplifun, og bara að standa hlið við hlið og hlusta saman sæl með hjartafyllir af Blús, kveðjumst síðan með með bros á vör, góðu knúsi og orðin……. Sjáumst á sama tíma að ári.

Hjartans þakkir til ykkar allra kæru Blúsarar”

Helga Sigthors
“Blúshátíð er ekki eins og venjulegir tónleikar. Gestirnir verða einhvern veginn meiri þátttakendur – með í blúsnum og því verður hátíðin, gestirnir, hljóðfæraleikararnir og stjórnendur hátíðarinnar ein órofin heild. Takk fyrir okkur”

Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborg

blues_logos

Fyrstu stórtónleikar Blúshátíðar verða á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld þriðjudag

Blúshátíð í Reykjavík 2015 Kaupa miða

10711148_765018550202366_9063772316842028470_nBLÚSHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2015 Í PÁSKAVIKUNNI. Hátíðin er helguð 100 ára fæðingarafmæli Muddy Waters og Wille Dixon.

 

Fyrstu stórtónleikar Blúshátíðar verða á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. 
KK band sem lofa öllu sínu allra besta á Blúshátíð 2015. Blúsband Björgvins Gíslasonar. Gítargoðið Björgvin Gíslason fer fyrir flokki eintómra snillinga. Á tónleikunum kemur einnig fram hljómsveitin Deffice sem valin var Blúsaðast band Músíktilrauna 2015.
Miðasala við innganginn frá klukkan 19.00

 

Miðvikudaginn 1. apríl kl. 20.00 – Hilton Reykjavík Nordica 
Bob Margolin, Bob Stroger og Blue Ice band. Margolin er margverðlaunaður tónlistarmaður sem hefur haft mikil áhrif á Chicaco-blúsinn síðustu áratugina og Bob Stroger er hugsanlega besti bassaleikari blússögunnar.
Dagur Sigurðsson kemur fram á tónleikunum ,Uncle John jr. og fleiri
Miðasala við innganginn frá klukkan 19.00

 

Fimmtudaginn 2. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica 
Debbie Davis og Blue Ice Band. Debbie er einhver áhrifamesta kona blústónlistarinnar undanfarna áratugi. Hún er margverðlaunaður gítarleikari sem jöfnum höndum kemur fram með eigin hljómsveit eða heimsþekktum blústónlistarmönnum.
Vintage Caravan og fleiri íslenskir tónlistarmenn koma fram á tónleikunum.

 

Miðasala við innganginn frá klukkan 19.00

 

Björgvin

Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborgwww.visitreykjavik.is

blues_logos

 

Miðasala á Blúshátíð er á midi.is og við innganginn á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 18 tónleikadagana

Miðasala er á midi.is http://midi.is/tonleikar/1/8790

Staðsetning

Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2 108 Reykjavík

Þriðjudaginn 31. mars kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
KK band. Íslendingar elska KK band sem spilar blúsinn á sinn einstaka hátt. Þeir lofa sínu allra besta á Blúshátíð 2015.
Blúsband Björgvins Gíslasonar. Gítargoðið Björgvin Gíslason fer fyrir flokki eintómra snillinga. Það má enginn missa af þessu.
Blúsaðasta bandið. Á tónleikunum kemur einnig fram Blúsaðasta band Músíktilrauna 2015. Deffice var valið og opna stóra sviðið
Miðvikudaginn 1. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Bob Margolin, Bob Stroger og Blue Ice band. Á 100 ára fæðingarhátíð Muddy Waters spila Bob Margolin, gítarleikari Muddy Waters, fyrir gesti Blúshátíðar í. Margolin er margverðlaunaður tónlistarmaður sem hefur haft mikil áhrif á Chicaco-blúsinn síðustu áratugina. Bob Stroger er hugsanlega besti bassaleikari blússögunnar en örugglega sá smekklegasti, bæði hvað varðar klæðaburð og spilamennsku. Þessi aldna hetja sem spilað hefur með flestum þekkustu blústónlistarmönnum síðustu áratuga var tilnefndur besti blúsbassaleikari áranna 2011 og 2013. Snillingarnir í Blue Ice Band spila með Margolin og Stroger.
Á tónleikunum komar einnig fram Dagur Sig.og hljómsveit, Uncle John jr. og fl.
Fimmtudaginn 2. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Debbie Davis er einhver áhrifamesta kona blústónlistarinnar undanfarna áratugi. Hún er margverðlaunaður gítarleikari sem jöfnum höndum kemur fram með eigin hljómsveit eða heimsþekktum blústónlistarmönnum. Strákarnir í Blue Ice Band spila með Debbie Davis.
Vintage Caravan gerðu allt vitlaust þegar þeir komu fram á Blúshátíð hér um árið. Síðan þá hafa þeir spilað víða um lönd og mæta nú á Blúshátíð reynslumeiri og enn betri.
Á tónleikunum kemur einnig fram úrval Íslenskra blúsmanna.
Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica.
Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.
Blúshátíð í Reykjavík er styrkt af Reykjavíkurborg      www.visitreykjavik.is

blues_logos

debbieoskarBOB STROGERbob og muddybobmargolinBjörgvin
24651_4823066699872_395266298_n
10711148_765018550202366_9063772316842028470_n