Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 28.mars. – 2. apríl 2015

guitar-shorty-iv

Umsókn um tónleikahald á Blúshátíð í Reykjavík 28. mars. – 2. apríl 2015.

Það er stefna Blúshátíðar í Reykjavík að gefa sem flestum, gömlum jafnt sem ungum og efnilegum sveitum, körlum og konum, tækifæri á að spila á Blúshátíð.

Um er að ræða spilamennsku á Klúbbi Blúshátíðar 31.3 – 2.4, Blúsdegi í miðbænum 28.3. og á aðalsviði Blúshátíðar á stórtónleikunum á Hilton Nordica.

Blúshátíð afgreiðir umsóknir með hagsmuni hátíðarinnar í huga, bæði hvað varðar spilastað og tíma.

Vinsamlega takið fram í umsókninn hvort listamaðurinn eða hljómsveitin spilar á höfuðborgarsvæðinu mánuð fyrir hátíðina eða frá 1. mars 2015.

Umsækjendur fylli út þetta eyðublað og senda á netfangið bluesfest@blues.is merkt umsókn.  Sendið umsókn sem fyrst, ef áhugi er fyrir hendi, en eigi síðar en 20 febrúar n.k. en þá rennur umsóknarfrestur út.

Látið „æviágrip“ sveita eða flytjanda fylgja með umsókninni og stutta lýsingu á sveitinni/flytjandanum. Það er kostur ef myndir og fjölmiðlaefni fylgja með.

Forsvarsmaður:

Fullt heimilisfang:

Heimasími:

GSM sími:

Kennitala:

Netfang:

Lýsing á dagskrá, „æviágrip“sveitar/flytjanda

Flytjendur: (nöfn, hljóðfæri kennitala)

Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Rósenberg 2. febrúar kl 21v Blús til styrktar Ísland-Nepal sem standa að rekstri og skipulagningu barnaheimilsins Blessing Child Welfare Home.

Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Rósenberg 2. febrúar kl 21
Blús til styrktar Ísland-Nepal sem standa að rekstri og skipulagningu barnaheimilsins Blessing Child Welfare Home.

Katanes Sigurður Sigurðsson og félagar, Strákarnir hans Sævars, Dóri Braga , Róbert Þórhalls , og fl.
Hinir árlegu styrktartónleikar Blúsfélags Reykjavíkur verða haldnir á Rósenberg mánudagskvöldið 2. febrúar næstkomandi.
Á tónleikunum, sem hefjast stundvíslega kl. 21.00, koma fram landsþekktir tónlistarmenn jafnt sem óþekktir en efnilegir blúsarar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Ísland-Nepal heimili í Nepal

Kæru Blúsarar
Við í Iceland-Nepal styðjum barnaheimili í Nepal.
Við samanstöndum nú af rúmlega 20 stuðningsfjölskyldum en stefnum að því að verða 41. Stuðningasfjölskyldur fá aðgang að lokaðri facebook grúppu þar sem reikningshald, fréttir og myndir af starfssemi heimilisins er birt.
Með hliðsjón af Barnasáttmála S.Þ. birtum við ekki myndir eða gögn um börnin almennt á netinu en höfum fengið leifi Nepalskra barnaverndayfirvalda til þess að gera það í þröngum hóp.
Stuðningsfjölskyldur fá senda valkröfu í heimabanka sinn frá skráðu félagasamtökunum Iceland-Nepal uppá kr. 5000 mánaðarlega.
Þessir peningar fara allir til Nepal og eru notaðir í húsaleigu, mat, skólagjöld, lækniskostnað og fleira. Fyrir um það bil þremur árum fóru fyrstu Íslendingarnir á heimilið og við erum nú sjö sem höfum farið í heimsókn til þeirra.
Hjónin Bal og Sharmila búa á heimilinu. Þau eru ósköp venjulegt sveitafólk sem eru fyrir tilviljun í þessari aðstöðu og standa sig stórkostlega.
Þau eiga tvö lítil börn sjálf og önnur ellefu búa á heimilinu. Börnin koma öll úr aðstæðum þar sem skólaganga og regluleg læknisþjónusta var útilokuð. Þökk sé stuðningsfjöskyldunum eru þau öll í skóla, búa við öryggi, fá próteinríka fæðu, skó og fatnað.
Rekstur heimilisins er langtímaverkefni en núna langar okkur til þess að koma tölvum og interneti á heimilið. Það mun veita börninum ómetanlegan styrk í framtíðina og auðvelda þeim áframhaldandi skólagöngu. Öll viðbótarframlög fara nú í þetta verkefni og er stuðningur ykkar bluesara innilega velkominn.
Endilega lækið við síðuna okkar til þess að fá fréttir af rekstrinum á:https://www.facebook.com/events/794164070620271/

https://www.facebook.com/pages/Iceland-Nepal/637554842967031?fref=ts

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur. Jólablús með Vinum Dóra á Rúbín 18. des

Vinir Dóra enda 25 ára afmælisárið með Jólablús á Rúbín 18. des kl 21.00

Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, skemmtilegur og allt öðru vísi en aðrir viðburðir á þessum árstíma. Jólablúsinn er kærleiksboðskapur og gleðistund sem enginn vill missa af.
Miðaverð á tónleika er 2800.
Matur og tónleikar 5500 kr gerist ekki betra ! það verður að panta fyrirfram matinn. Hamborgarahryggur, roastbeef, laxarós ásamt meðlæti 2.700kr
Rúbín taka líka frá borð fyrir matargesti. Flugvallarvegi 101 Reykjavík. Sími: 578 5300. rubin@rubin.is Agnar 617-1111.
Matur er á 2700 kr. húsið opnar kl 19

Jólablúsgjörningurinn er einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Við sem stöndum að starfseminni sem blús tengist, leggjum áherslu á að blúsinn miðlar friði, samkennd og skilningi á lífi og örlögum mannsins. Blúsinn er öflugt vopn gegn kynþáttahatri og skapar andrúmsloft mannkærleika hvar sem hann heyrist. Hann er einlægur og hittir í hjartastað þeirra sem við hlustir leggja.
Vinirnir eru: Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Jón Ólafsson bassaleikari. Hljóð Jón Skuggi.
Tökum vini með sem ekki hafa komið áður á blúskvöld enda erum við skemmtilegasta fólkið í bænum.

jolasvvefur
Kveðja
Blúsfélag Reykjavíkur

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 3. nóv á Rósenberg. Afmælis blúsdjamm helstu blúsarar landsins mæta og taka lagið .

oskarBlúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur mánudaginn 3. nóv á Rósenberg.kl 21 Afmælis blúsdjamm helstu blúsarar landsins mæta og taka lagið þetta verður að venju rosalegt kvöld.

Ný súpergrúppa Blue Wild Angels kemur fram í fyrsta skipti Óskar Logi úr Vintage Caravan gítar söngur, Ásgeir Óskarsson trommur söngur, Halldór Bragason gítar söngur , Sigurður Sigurðsson söngur munnharpa. Róbert Þórhallsson bassi.

Kveinstafir
Björg Amalía Ívarsdóttir söngur Samúel Ingi Þórarinsson gítar Jóhann Héðinsson bassi, Hansi Högna gítar/guitar Ögmundur Einarsson trommur/drums Matthías Ægisson píanó/gítar-piano/guitar

Jón Ingiberg Jónsteinsson aka Jón frændi eða Uncle John jr. hann gaf nýlega út plötuna all the way to Santa Fe.

Afmæliskvöld allir listamenn gefa vinnu sína til reksturs á vef Blúsfélagsins Blues.is og annara verkefna.

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavikur 6. okt á Cafe Rósenberg KK Band

Kristján Kristjánsson eða KK á gítar og syngur hann einnig, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari og Kormákur Geirharðsson trommuleikari.
Það eru rúm 20 ár síðan bandið var stofnað og fyrsta platan þeirra, Bein leið, kom út. Sú plata fór í tvöfalda platínu sem þýðir að yfir 20.000 plötur hafa selst.

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verða fyrsta mánudaginn í hverjum mánuði á Kaffi Rósenberg veturinn 2014-201510711148_765018550202366_9063772316842028470_n

Jón Ingiberg Jónsteinsson gefur út sólóplötu undir nafninu Uncle John jr.

Jón Ingiberg Jónsteinsson meðlimur Blúsfélags Reykjavíkur gefur út sína fyrstu sólóplötu undir nafninu Uncle John jr. Hann hefur hannað veggspjald Blúshátíðar í Reykjavík síðan 2005.

www.joningiberg.com

Platan, All the Way to Santa Fe, fæst í Smekkleysu á Laugavegi og í Lucky Records á Rauðarárstíg. Hér er hægt að hlusta á hljóðdæmi og skoða myndbönd: www.unclejohnjr.com

Uncle_Johnjr_poster_blues.is

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld). Miðasala á midi.is

Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld).

DSC03439

Miðasala á www.midi.is og við dyrnar

Þriðjudag 15. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica

Blúskompaní, þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson ásamt KK trylla gesti Blúshátíðar í Reykjavík í ár Magnús og Pálmi hafa leitt Blúskompaníið hátt í 40 ár og verða sífellt betri.
Tregasveitin með feðgunum Pétri Tyrfingssyni og Guðmundi Péturssyni í fararbroddi með splunkunýtt efni. Lucy in Blue var valið blúsaðasta bandið á Músiktilraunum

Miðvikudag 16. apríl kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Victor Wainwright og félagar.
Victor er sjóðheitur, margverðlaunaður tónlistarmaður og ein skærasta stjarnan í blúsheiminum um þessar mundir. Hann hrærir boogie woogie og rokk saman við hefðbundin blús og rám röddin er engu lík. Victor Wainwright var sæmdur hinum virtu verðlaunum “Pinetop Perkins Piano Player of the Year” á síðasta ári. Hann mætir á Blúshátíð með gítarleikara sinn Nick Black.Á tónleikunum kemur einnig fram Á tónleikunum kemur einnig fram Blússveit Jonna Ólafs, Spottarnir Eggert Jóhannson ,Johnny and the Rest,ásamt úrvali efnilegra ungliða blúsmanna frá Íslandi.

“Blues Music Award winner and piano playing virtuoso Victor Wainwright. He is a raucous high-octane, dynamic performer, who plays every show like it’s his last, and has soul to spare. ”

Fimmtudag 17. apríl, skírdag kl. 20 – Hilton Reykjavík Nordica
Egill Ólafsson og gamlir félagar Tómas M. Tómasson, Ásgeir Óskarsson og fleiri koma á óvart,
Vinir Dóra 25 ára afmælistónleikar. Þessir þungavigtarmenn í íslenskir blússögu verða í sparifötunum og spila alla sína bestu blúsa ásamt blúsdrottningunni Andreu Gylfadóttur og fleiri góðum gestum. Brynhildur Oddsdóttir kemur einnig fram á tónleikunum auk efnilegra ungra blúsmanna frá Íslandi

Sama miðaverð þriðja árið í röð!

Klúbbur Blúshátíðar er starfræktur á hótelinu eftir alla stórtónleika og þar getur allt gerst. Stundum varir stuðið langt fram eftir nóttu.

Blúsmiðinn
Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.

 

Jón Ólafsson bassaleikari útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur fyrir framlag sitt blústónlistarinnar á Íslandi.

Við setningu Blúshátíðar fyrr í dag var Jón Ólafsson bassaleikari útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur fyrir framlag sitt blústónlistarinnar á Íslandi.

Blústónlistinn hefur fylgt Jóni allan hans tónlistarferil. Hann vakti fyrst athygli sem bassaleikari Tatara, þá 16 ára gamall. Síðan hefur hann spilað með mörgum þekktustu og vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Pelican, Póker, Start og Vinum Dóra.

Jón Ólafsson kemur fram með eigin hljómsveit á Blúshátíð sem stendur fyrir þrennum stórtónleikum í dymbilvikunni, þar sem innlendir og erlendir tónlistarmenn koma fram.

Jonolafs

Blústilboð á Hilton Reykjavík Nordica

Blústilboð á Hilton Reykjavík Nordica

Blúshátíð – Hilton Reykjavík NordicaBlúshátíð á Hilton Reykjavík Nordica

Blúshátíð í Reykjavík 2014 verður haldin 12. – 17. apríl.  Aðalgestir hátíðarinnar í ár verða Victor Wainwright frá Memphis USA, blúspíanóleikari ársins 2013 ásamt Nick Black gítarleikara.

Blúshátíðin í Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica er eins og alltaf sannkölluð tónlistarveisla, fram koma einnig: Blúskompaní  Magnúsar Eiríkssonar og Pálma Gunnarssonar með KK og fleirum, Egill Ólafsson blúsar með gömlum félögum, Vinir Dóra, Andrea Gylfa, Tregasveitin og fleiri og fleiri.

Blúshátíð á Hilton Reykjavík NordicaVictor Wainwright og félagar
Victor er sjóðheitur, margverðlaunaður tónlistarmaður og ein skærasta stjarnan í blúsheiminum um þessar mundir. Hann hrærir boogie woogie og rokk saman við hefðbundin blús og rám röddin er engu lík. Victor Wainwright var sæmdur hinum virtu verðlaunum “Pinetop Perkins Piano Player of the Year” á síðasta ári. Hann mætir á Blúshátíð með gítarleikara sinn Nick Black.

Þrennir stórtónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (16., 17. og 18. apríl).

VOX Restaurant
Eins og undanfarin ár verða tekin frá borð á veitingastaðnum VOX fyrir blúshátíðargesti.  Sérstakur matseðill verður af tilefni hátíðarinnar – smelltu hér til að skoða.

Tilboð
Í tilefni Blúshátíðarinnar í Reykjavík býður Hilton Reykjavík Nordica þeim sem ætla að skella á sér á hátíðina upp á frábært gistitilboð dagana 13. – 18. apríl 2014.

  • Eins manns herbergi á kr. 14.900,- á nótt með morgunverði
  • Tveggja manna herbergi á kr. 16.900 á nótt með morgunverði

Fyrir þá sem vilja dekra enn frekar við sig mælum við með að kaupa uppfærslu í Excecutive herbergi fyrir aðeins kr. 15.000,- pr. nótt. Uppfærsla í Excecutive herbergi Plus aðeins kr. 20.000,- pr. nótt.
Innifalið í uppfærslu er aðgangur að Executive Lounge sem er glæsileg setustofa með einstöku útsýni auk þess er þar er boðið upp á léttar veitingar og drykki. Aðgangur að NordicaSpa fylgir einnig við kaup á uppfærslu.  (Uppfærsla í Plus herbergi – útsýni yfir Faxaflóa og Esjuna.)

Skilmálar

  • Þessi pakki er í boði frá 13. – 18. apríl 2014
  • Takmarkaður fjöldi herbergja í boði
  • Gildir ekki með öðrum tilboðum

Nánari upplýsingar og bókanir í síma 444 4000 eða með tölvupósti Res.ReykjavikNordica@hilton.com

Gistu eina nótt og þú færð aðgöngumiða fyrir eitt kvöld
Gistu 3 nætur og þú færð „Blúsmiðann“ með í pakkanum.
Handhafi Blúsmiðans hefur aðgang að öllum þremur tónleikunum sem haldnir verða á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði. Miðasala fer fram við inngang alla daga hátíðarinnar en jafnframt er hægt að versla miða á Midi.is. Frekari upplýsingar um dagskrá Blúshátíðarinar í Reykjavík má finna á Blues.is